Nýársfagnaður á Hlíf

Mynd úr safni

Hinn árlegi nýársfagnaður Kiwanisklúbbsins Bása verður haldinn á sunnudaginn og hefst hann kl. 15:00. Í boði verða að venju girnilegar kaffiveitingar og skemmtiefni af fínustu sort. Nýársfagnaðurinn nýtur mikilla vinsælda og þegar best hefur látið hafa mætt um 120 manns en allir eldri borgarar eru velkomnir.

bryndis@bb.is

DEILA