Metrostav og Suðurverk buðu lægst í Dýrafjarðargöng

Teikning af munna Dýrafjarðarganga við Rauðsstaði í Arnarfirði.

Tilboð tékkneska fyrirtækisins Metrostav a.s. og Suðurverks hf. í gerð Dýrafjarðarganga nam tæpum 8,7 milljörðum króna eða rúmum 93 prósentum af kostnaðaráætlun og var um 630 milljónum króna lægra en næstu boð sem bæði voru nánast það sama og kostnaðarætlunin. Reiknað er með að framkvæmdir hefjist síðar á árinu en fara þarf yfir tilboðin og semja við verktakann sem iðulega tekur nokkrar vikur.

Tilboðin voru opnuð hjá Vegagerðinni í dag. Áður hafði farið fram forval þar sem sjö sýndu því áhuga. Fimm skiluðu að lokum inn tilboði, allt verktakar sem reynslu hafa af jarðgangagerð á Íslandi utan ítalski verktakinn C.M.C. di Ravenna.

Metrostav og Suðurverk vinna nú við gerð Norðfjarðarganga sem verða opnuð á þessu árinu.

 Tilboðin eru sem hér segir:

  • Metrostav a.s., Tékklandi og Suðurverk hf., Íslandi
    • 8.687.208.080,-
    • 93,21 %
  • C.M.C. di Ravenna, Ítalíu
    • 9.316.632.535,-
    • 99,97 %
  • ÍSTAK hf., Íslandi og  Per Aarsleff A/S, Danmörku
    • 9.322.252.133,-
    • 100,03 %
  • ÍAV hf., Íslandi og  Marti Contractors Ltd., Sviss
    • 0.538.586.652,-
    • 113,08 %
  • LNS Saga ehf., Íslandi og Leonhard Nilsen & Sönner AS, Noregi
    • 10.864.596.942,-
    • 116,57 %

Frávikstilboð:

ÍSTAK hf., Íslandi og  Per Aarsleff A/S, Danmörku, 9.250.778.500,-

Kostnaðaráætlun:   9.319.890.000,-

smari@bb.is

DEILA