Langvarandi undirfjármögnun heilsugæslna

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða

Þórarinn Ingólfsson, formaður Félags íslenskra heimilislækna, segir heilsugæslur á ‚Islandi hafa liðið fyrir langvarandi undirfjármögnun og stjórnunarvanda. Hann segir megin rekstrarmarkmið stærstu heilbrigðisstofnana sem reka heilsugæslu hafi verið að skila stofnunum réttum megin við fjárheimildir. Þá hafi árið 2008 komið átakanlegur niðurskurðu sem þjónustan hafi liðið fyrir.

Í grein sem Þórarinn skrifar í Læknablaðinu segir hann að heilsugæsla á landsbygðinni vera rekna með afleysingum í verktöku. „Heilsugæsla á landsbyggðinni stendur veikt og er læknisþjónustan víða rekin með aðstoð afleysara í verktöku. Slíkt er ekki boðlegt. Fórnarkostnaðurinn við að skila hallalausum rekstri hefur verið heilsugæsla í sárum sem ekki nær að sinna hlutverki sínu og starfsánægja í lágmarki,“ segir Þórarinn.

Um 100 milljón króna rekstrarhalli er á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á þessu ári. Og fram kom í fréttum í desember að mikil þörf sé á tækjaendurnýjun.

brynja@bb.is

DEILA