Lægir er líður á daginn

Frameftir degi verður austan 13-20 m/s og rigning með köflum á Vestfjörðum. Snýst í minnkandi suðaustanátt með skúrum síðdegis, suðlæg átt, 3-8 m/s og úrkomulítið í nótt. Hiti í dag verður 2 til 7 stig. Á morgun er gert ráð fyrir norðaustan 5-10 m/s og stöku éljum. Hiti verður um frostmark.

Á Vestfjörðum er hálka á flestum fjallvegum en flughált er á Steingrímsfjarðarheiði og krapi á Klettshálsi og Þröskuldum. Mjög hvasst er á Súðavíkurhlíð og í Ísafjarðardjúpi.

annska@bb.is

DEILA