Kosning um orð ársins

Orð ársins eru gjarnan nýyrði og því ekki í orðabók.

Landsmönnum gefst nú kostur á að velja orð ársins 2016. Kosningin stendur á vef Ríkisútvarpsins til 4. janúar.
Orðin hafa einkennt þjóðfélagsumræðuna á árinu eða verið áberandi með öðrum hætti. Þau falla að rithætti, beygingu og framburði málsins. Áhugaverð orðmyndun getur líka komið orði á lista. Ekki er verið að leita að fegursta orðinu og það getur haft jafnt neikvæða sem jákvæða merkingu og verið viðkunnanlegt eða óviðkunnanlegt.

Árið 2015 var orðið „fössari“ orð ársins. Orðið er nýyrði, og er afbökun á orðinu föstudagur. Í daglegri notkun merkir orðið föstudagskvöld eða byrjun helgarfrís.

brynja@bb.is

DEILA