Júlíus með yfir 4 þúsund tonn

Júlís Geirmundsson ÍS, frystitogari Hraðfrystihússins Gunnvarar í Hnífsdal veiddi 4.634 tonn á árinu 2016. Þetta kemur fram á vef Aflafrétta. Júlís landaði 13 sinnum á árinu og var mesti aflinn í einni löndun 415 tonn. Um er að ræða 672 tonnum minni afla en árið 2015 og eru flestir frystitogarar með minni afla árið 2016 en 2015. Auk þessa landaði Júlíus 1445 tonn af markíl á fiskveiðiárinu 2016.

brynja@bb.is

DEILA