Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar valinn

Kristín Þorsteinsdóttir var íþróttamaður Ísafjarðarbæjar á síðasta ári, hér er hún ásamt öðrum íþróttamönnum sem tilnefndir voru

Íþrótta- og tómstundanefnd Ísafjarðarbæjar fór á fundi sínum í gær yfir tilnefningar til íþróttamanns og efnilegasta íþróttamanns Ísafjarðarbæjar árið 2016. Í athöfn í Stjórnsýsluhúsinu næstkomandi sunnudag verður valið kunngjört. Athöfnin hefst klukkan 16 á 4.hæð.

Íþróttafélögin í Ísafjarðarbæ hafa tilnefnt eftirfarandi í valinu um íþróttamann ársins:

Albert Jónsson                     Skíðafélag Ísfirðinga

Anton Helgi Guðjónsson    Golfklúbbur Ísafjarðar

Daniel Osafu-Badu              Knattspyrnudeild Vestra

Haraldur Hannesson           Knattspyrnudeild Harðar

Jens Ingvar Gíslason           Handboltadeild Harðar

Kristín Þorsteinsdóttir        Íþróttafélagið Ívar

Nebojsa Knezevic                Körfuknattleiksdeild Vestra

Tihomir Paunovski               Blakdeild Vestra

Valur Richter                       Skotíþróttafélag Ísafjarðar

 

Í valinu um efnilegasta íþróttamanninn eru eftirtaldir tilnefndir:

Auður Líf Benediktsdóttir    Blakdeild Vestra

Ásgeir Óli Kristjánsson         Golfklúbbur Ísafjarðar

Jón Ómar Gíslason                 Handboltadeild Harðar

Nökkvi Harðarson                  Körfuknattleiksdeild Vestra

Sigurður Hannesson             Skíðafélag Ísfirðinga

Þráinn Ágúst Arnaldsson  Knattspyrnudeild Vestra

Á síðasta ári var það sundkonan Kristín Þorsteinsdóttir sem hampaði titlinum og var það þriðja árið í röð sem hún var valin íþróttamaður Ísafjarðarbæjar. Þá var Anna María Daníelsdóttir skíðakona valin úr hópi ungra og efnilegra iðkenda sem efnilegasti íþróttamaðurinn.

annska@bb.is

DEILA