Heimildarmynd um rafrettur

Myndin verður á dagskrá Ríkisútvarpsins í kvöld klukkan 20:05.

Fjallað var um svokallaðar rafrettur í Kastljósi í gærkvöldi. Þar var sagt frá heimildarmynd BBC með lækninum Michael Mosley, þar sem hann fjallar um rafrettur. Umdeilt þykir hvort og hvaða áhrif rafrettur hafi á heilsuna þó svo að einhverjir telji þær betri kost en sígarettur.

Á vef Ríkisútvarpsins kemur fram að í myndinni séu tekin sýni úr slímhúð og öndunarvegi Mosleys eftir að hann hafði reykt rafrettu í einn mánuð, hafandi aldrei reykt áður. Niðurstöðurnar úr sýnatökum hafi í raun verið sláandi því eftir þennan skamma tíma greindust bólgur í öndunarvegi hans og í slímhúð hans hafði svokölluðum átfrumum fjölgað í lungunum en þær framkalla hvata sem geta skaðað öndunarveginn ef áreitið verður of mikið í langan tíma.

Myndin verður á dagskrá Ríkisútvarpsins í kvöld klukkan 20:05.

brynja@bb.is

DEILA