Hægur vindur og bjart í dag

Veður í dag klukkan 12.

Eftir stormasama nótt með éljagang hillir í betri tíð og jafnvel hið ágætasta vetrarveður eftir hádegi að sögn Veðurstofunnar. Á Vestfjörðum verður hægur vindur fram eftir degi, frost og bjart eða léttskýjað. Vindstrengur er við sunnanverða Vestfirði og skýjað. Síðdegis nálgast lægðardrag landið og fer þá að þykkna upp sunnan og vestanlands með slyddu, og talsverðri rigningu undir kvöld. Í kvöld og nótt má búast við 2-3°C hita og úrkomu.

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er snjóþekja er á flestum vegum á Vestfjörðum og sums staðar þæfingur á fjallvegum en verið að hreinsa. Þá er jeppafært norður í Árneshrepp.

brynja@bb.is

DEILA