Greina rannsóknatækifæri á strandsvæðum

Mynd: Háskólasetur Vestfjarða.

Í síðustu viku fór fram vinnustofa í Háskólasetri Vestfjarða þar sem rannsakendur frá John Moores háskólanum í Liverpool, Southern Connecticut háskólanum og Háskólasetrinu komu saman. Tilgangur vinnustofunnar var sá að stilla saman strengi og greina rannsóknartækifæri sem tengjast sjálfbærum breytingum strandsvæða.

Vinnistofan er styrkt af Regional Studies Association og markar fyrstu skrefin í samstarfsverkefni stofnanna þriggja. Einkum var lögð áhersla á fræðilegan grunndvöll rannsókna á sjálfbærum breytingum strandsvæða. Í umræðum fengist við fjölda viðfangsefna sem varða strandsvæðis, skipulag hafsvæða, græna orku og vöxt atvinnugreina á borð við sjávareldi og ferðamennsku. Þátttakendur skipulögðu frekari vinnu stofnannanna þriggja og lögðu drög að rannsóknarverkefnum og frekara samstarfi.

smari@bb.is

DEILA