Fyllsta öryggis gætt á flugeldasýningu

Í gær birtist frétt á bb.is um áramóta og þrettándagleði og því miður fór fréttamaður með fleipur sem er bæði rétt og skylt að leiðrétta. Í myndbrotinu af brennunni á Ísafirði sést þegar flugeldi springur í haffletinum og dró fréttamaður þá röngu ályktun að um mistök hefðu verið að ræða. Nú hafa forsvarsmenna Björgunarfélags Ísafjarðar sem sáu um flugeldasýninguna upplýst að um var að ræða flugelda sem skotið er meðfram haffleti og springa þar, svokallaðar vatnabombur.

bryndis@bb.is

DEILA