FKA bjóða upp á námskeið í leiðtogaþjálfun

Hrefna Birgitta Bjarnadóttir. Mynd: bruen.is

FKA á Vestfjörðum, sem er hinn vestfirski armur Félags kvenna í atvinnulífinu stendur fyrir námskeiði í markmiðasetningu og leiðtogaþjálfun á veitingastaðnum Við Pollinn á morgun. Það er Hrefna Birgitta Bjarnadóttir sem kennir á námskeiðinu, en hún er flestum hnútum á málefninu kunn, annarsvegar sem NLP sérfræðingur og markþjálfi og hinsvegar sem frumkvöðull og athafnakona. Hún er með áratugalanga reynslu á sviði kennslu og fyrirlestra og hefur búið og starfað um margra ára skeið í Noregi og Danmörku. Þar, eins og á Íslandi, hefur hún komið að fjölda verkefna fyrir vinnu-, velferða- og heilbrigðiskerfisins. Hún hefur einnig komið að breytingaferli, stefnumótun og stjórnendaþjálfun, stærri og smærri fyrirtækja í þessum löndum.

Á námskeiðinu munu þátttakendur meðal annars læra hvernig ná má markmiðum sínum á auðveldari hátt, fá innsýn í NLP markþjálfun og nota þau verkfæri til að gera markvisst stefnumótunarferli.

Námskeiðið er þriggja klukkustunda langt og hefst það klukkan 11:30. Við skráningum tekur Hólmfríður Vala á
netfanginu vala@hotelisafjordur.is. Námsskeiðið er opið öllum konum og er það kostnaðarlausu fyrir félagskonur FKA á Vestfjörðum.

annska@bb.is

DEILA