Bolvíkingum ráðlagt að sjóða neysluvatn

Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða ráðleggur sem varúðarráðstöfun að Bolvíkingar sjóði neysluvatn. Við könnun á neysluvatni þann 12. janúar fundust e.coli gerlar í neysluvatni en bilun hafði komið upp í geislunartækjum. Geislabúnaður hefur verið gangsettur á ný og virkar eðlilega. Beðið er eftir niðurstöðu úr seinna sýni, en ekki hefur tekist að senda það í greiningu vegna veðurs.

Rekstur vatnsveitu Bolungarvíkur hefu  verið með eðlilegum hætti frá því á fimmtudag í síðustu viku og líklegt er að niðurstöður úr síðari sýni fáist á miðvikudag.

bryndis@bb.is

DEILA