Blossi ÍS aflahæstur

Blossi ÍS 225 frá Flateyri er aflahæstur 13 brúttótonna báta það sem af er janúarmánaðar. Blossi byrjar tvöfalt betur en aðrir bátar og landaði 7,9 tonnum í fyrsta túrnum sínum. Það er fullfermistúr. Næsti bátur á eftir Blossa er Herja ST 166 frá Hólmavík með 4,2 tonn. Nánari lista má skoða á vef Aflafrétta.

brynja@bb.is