Allt innanlandsflug liggur niðri

Allt innanlandsflug liggur niðri vegna veðurs en sunnan stormur ríkir nú á landinu. Hjá Flugfélagi Íslands er búið að aflýsa flugi til Kulusuk, næstu upplýsingar vegna flugs til Egilstaða og Akureyrar er að vænta klukkan 11:15 og vegna flugs til Ísafjarðar klukkan 14:15. Vindur snýr sér er líður á daginn til vesturs og kólnar þá ört. Hjá flugfélaginu Erni á að athuga með flug klukkan 11:15.

annska@bb.is

DEILA