Allir lesa hefst í dag

Allir lesa – landsleikur í lestri, hefst í dag. Átakið sem haldið er af Miðstöð íslenskra bókmennta og Reykjavík Bókmenntaborg Unesco, í samstarfi við Heimili og skóla, Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, gengur út á það að skrá lestur á einfaldan hátt. Er þetta í þriðja sinn sem landsleikurinn er haldinn og stendur hann frá og með deginum í dag til 19. febrúar. Keppt er í liða – og einstaklingskeppni og er þetta í fyrsta sinn sem keppt er í hinu síðarnefnda, en einstaklingar geta þó bæði skráð sig til leiks undir þeim flokki sem og með hópi. Í keppninni er mældur sá tími sem varið er í lestur og í lokin eru sigurlið heiðruð með verðlaunum og viðurkenningum, svo og sá einstaklingur sem ver mestum tíma í lestur á tímabilinu.

Allar tegundir bóka eru gjaldgengar. Það skiptir ekki máli hvernig bækur þú lest eða hvort þú lest prentaðan texta, rafbók eða hljóðbók. Hér er átt við allar bækur sem innihalda til dæmis skáldskap, fræði, skýrslur eða eitthvað allt annað.

Allir geta myndað lið, til dæmis vinnustaðir, saumaklúbbar, vinahópar eða fjölskyldur. Foreldrar sem lesa fyrir ung börn sín eru sérstaklega hvattir til að mynda lið með börnunum og skrá lesturinn. Einn aðili, liðsstjórinn, stofnar lið inni á vefnum og bætir öðrum liðsmönnum í liðið, eða aðrir liðsmenn bætt sér í liðið sjálfir.

Skráning fer fram inn á http://allirlesa.is/

annska@bb.is

DEILA