Áfram kalt í veðri

Á Vestfjörðum í dag er spáð norðaustan 5-10 m/s og stöku éljum, einkum í nótt. Hægviðri verður í nótt og langt fram eftir degi á morgun, en gengur í suðaustan 10-15 m/s með snjókomu seint annað kvöld. Harðnað hefur í frosti á svæðinu síðustu daga og bítur kuldinn kinn, áfram verður kalt í veðri með frosti á bilinu 5 til 10 stig. Snjóþekja eða nokkur hálka er á Vestfjörðum. Þæfingsfærð er í Ísafjarðardjúpi en mokstur stendur yfir.

annska@bb.is

DEILA