Samkvæmt rannsókn Pawels og Ewu Wasowicz og Harðar Kristinssonar hjá Náttúrufræðistofnun verður Ísland eitt viðkvæmasta vistkerfið þegar kemur að hlýnun jarðar, en spár gera ráð fyrir að loftslag hlýni hlutfallslega meira á norðurhveli á næstu áratugum og plöntur sem hafa aðlagast köldu loftslagi láti undan nýjum tegundum. Frá þessu er greint í umfjöllun á RÚV.
Þá gætu tegundir eins og aðalbláberin sem Vestfirðingar hafa verið svo lánsamir að geta tínt í lítravís flest síðsumur verið í hættu að sögn Starra Heiðmarssonar, sviðsstjóri í grasafræði hjá Náttúrufræðistofnun, sem segir augljósu gróðurbreytingarnar vera aukinn vöxt. Ágengar plöntur eins og skógarkerfill, lúpína og hin alræmda bjarnarkló sæki í sig veðrið, og plöntur sem eru háðar því að vera huldar snjó allan vetur, eins og aðalbláber, gætu átt undir högg að sækja. „Og þetta eru breytingar sem við gætum séð öllu hraðar heldur en svona langvinnar breytingar sem taka lengri tíma,” segir hann.
Þá er aðfluttum plöntutegundum á Íslandi alltaf að fjölga, enda skilyrðin hér að breytast og ferðamönnum, sem koma óvart með fræ eða litla plöntuhluta, alltaf að fjölga.
Meira um málið má lesa hér, ásamt því sem þar má hlusta á viðtal við Starra.