460 milljarðar í fasteignakaup

Heildarviðskipti með fasteignir námu tæplega 460 milljörðum króna á árinu sem var að líða. Um 12.400 kaupsamningum var þinglýst á árinu. Meðalupphæð á hvern samning var um 37 milljónir króna.

Þar er bent á til samanburðar að árið 2015 hafi veltan verið rúmlega 370 milljarðar, kaupsamningar 11.298 og meðalupphæð hvers samnings um 33 milljónir króna. Heildarvelta fasteignaviðskipta hafi því aukist um rúmlega 24% frá árinu 2015 og kaupsamningum fjölgað um tæplega 10%.

Frá þessu er sagt í markaðsfréttum Þjóðskrár Íslands.

Heildarupphæð þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu á árinu 2015 var 285 milljarðar króna og fjöldi kaupsamninga var 7.369. Meðalupphæð samninga árið 2015 var um 38,6 milljónir króna. Heildarvelta á höfuðborgarsvæðinu hefur því aukist um tæplega 23% og fjöldi kaupsamninga hefur aukist um tæplega 8%, að því er fram kemur í markaðsfréttunum.

brynja@bb.is

DEILA