338 þúsund íbúar

Alls bjuggu 338.450 manns á Íslandi, 171.110 karl­ar og 167.330 kon­ur, í lok síðasta árs. Lands­mönn­um fjölgaði um 840 á fjórða árs­fjórðungi. Á höfuðborg­ar­svæðinu bjuggu 216.940 manns en 121.500 utan þess, seg­ir í frétt á vef Hag­stofu Íslands.

Á 4. árs­fjórðungi 2016 fædd­ust 940 börn, en 590 ein­stak­ling­ar lét­ust. Á sama tíma flutt­ust 470 ein­stak­ling­ar til lands­ins um­fram brott­flutta, af þeim voru flest­ir á þrítugs­aldri (160). Aðflutt­ir ein­stak­ling­ar með ís­lenskt rík­is­fang voru 60 um­fram brott­flutta og var ald­urs­skipt­ing þeirra nokkuð jöfn. Aðflutt­ir er­lend­ir rík­is­borg­ar­ar voru 410 fleiri en þeir sem flutt­ust frá land­inu og voru 150 af þeim á þrítugs­aldri.

Dan­mörk var helsti áfangastaður brott­fluttra ís­lenskra rík­is­borg­ara en þangað flutt­ust 140 manns á 4. árs­fjórðungi. Til Dan­merk­ur, Nor­egs og Svíþjóðar flutt­ust 300 ís­lensk­ir rík­is­borg­ar­ar af 570 alls. Af þeim 1.700 er­lendu rík­is­borg­ur­um sem flutt­ust frá land­inu fóru flest­ir til Pól­lands, 690 manns.

Flest­ir aðflutt­ir ís­lensk­ir rík­is­borg­ar­ar komu frá Dan­mörku (210), Nor­egi (170) og Svíþjóð (70), sam­tals 450 manns af 640. Pól­land var upp­runa­land flestra er­lendra rík­is­borg­ara en þaðan flutt­ust 800 til lands­ins af alls 2.110 er­lend­um inn­flytj­end­um. Lit­há­en kom næst, en þaðan flutt­ust 210 er­lend­ir rík­is­borg­ar­ar til lands­ins. Í lok fjórða árs­fjórðungs bjuggu 30.380 er­lend­ir rík­is­borg­ar­ar á Íslandi.

smari@bb.is

DEILA