Þúsund fyrirtæki gjaldþrota síðasta árið

Gjaldþrot fyrirtækja voru 1.010 síðustu tólf mánuði, frá desember 2015 til nóvemberloka í ár og hafði fjölgað um 63% miðað við mánuðina tólf þar á undan þegar gjaldþrot voru 618 að því er fram kemur í nýjum tölum Hagstofunnar.

Gjaldþrotum fjölgaði hlutfallslega mest í fjármála- og vátryggingastarfsemi, þar sem þau nærri þrefölduðust úr 33 í 91.

Gjaldþrotum fjölgaði í öllum helstu atvinnugreinum en hvað hægast í flutningum og geymslu. 2.688 ný einkahlutafélög voru skráð síðustu 12 mánuði og hafði þeim fjölgað um 15% miðað við fyrra tímabil. Fjölgun nýskráninga var mest í leigustarfsemi og ýmissri sérhæfðri þjónustu úr 163 í 274.

Nýskráningum fækkaði í heild- og smásöluverslun og viðgerðum á vélknúnum ökutækjum.

brynja@bb.is

DEILA