Súðavíkurhreppur með lægsta útsvarið

Öll sveitarfélög á Vestfjörðum nema Súðavíkurhreppur leggja á hámarskútsvar á komandi skattári. Samkvæmt lögum um tekjustofna sveitarfélaga er þeim heimilt að ákveða útsvar á bilinu 12,44% til 14,52%. Í 8 af 9 sveitarfélögum er 14,52% útsvar lagt á, en í Súðavíkuhreppi er 14,48% útsvar lagt á íbúa hreppsins. Þetta kemur fram á vef Fjármálaráðuneytisins.

Af 74 sveitarfélögum á Íslandi leggja 55 á hámarksútsvar. Eitt þeirra, Reykjanesbær, nýtir að auki sérstakt álag og verður útsvarshlutfall þess 15,05%. Þrjú sveitarfélög leggja á lágmarksútsvar, Ásahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur og Skorradalshreppur.

brynja@bb.is

DEILA