Jólablak hjá Vestra

Íþróttafélagið Vestri ætlar að hafa svokallað jólablak í kvöld, fimmtudag 29. desember. Ef nægur fjöldi fæst verður spilað á þremur völlum og dregið í lið eftir hvern leik. Verðlaun verða fyrri stigahæstu einstaklingana.

Á Facebook-viðburði segir að þetta sé tilvalið tækifæri til að hrista af sér jólaspikið og koma í blak.
Spilað verður frá lukkan 19-22 og eru allir 12 ára og eldri velkomnir.

brynja@bb.is

DEILA