Ekki reyktir vindlar né drukkið vín

Stefania Guðnadóttir

Í ljósi veðurhamsins sem nú geysar um íslenskar mannabyggðir er rétt að benda á frásögn Stefaníu Guðnadóttir sem birtist í ritröðinni Hornstrandir Jökulfirðir 3. bók og er um ferðalag ungs fólks á skemmtun árið 1920. Þá hafði verið ákveðið að hittast á því heimili er stærsta hafði stofuna til að dansa en á Ströndum, sem annars staðar á landinu, voru húsakynni almennt ekki mjög stór. En þegar upp rann dagurinn stóri voru veður vond og afar snjóþungt. Þurftu dansþyrstir unglingarnir að vaða snjóinn upp í mið læri og tók það Stefaníu og hennar fylgdarfólk þrjá tíma að komast á áfangastað, þá þreytt, köld og blaut.

En þegar búið var að skipta yfir í sparifötin og hlýja sér á kaffi og með‘í hjá húsmóðurinni á bænum var dansað við undirleik tvöfaldrar harmonikku fram undir morgun, eða alveg þar til húsbóndinn á heimilinu hóf húslestur sem allir hlýddu á.

Í lok frásagnar Stefaníu óskar hún ungum stúlkum nútímans þess að eiga frá sínum skemmtunum í raflýstum og glæstum sölum jafn góðar minningar og hún hefur frá þessari litlu æskuskemmtun.

Lesa má frásögn Stefaníu á Þingeyrarvefnum.

bryndis@bb.is

DEILA