Arna hækkar ekki verð á mjólk

Arna ehf mjólkurframleiðandi ætlar ekki að hækka verð á sínum vörum þrátt fyrir hækkanir á mjólkurmarkaði. Frá því var greint í gær að verðlagsnefnd búvara hafi tekið samhljóða ákvörðun um að heildsöluverð á mjólk og mjólkurafurðum hækki um 1,7% 1. janúar. Hækkunin þýðir að heildsöluverð á mjólk hækkar um tvær krónur og 75 aura.

Í svörum við fyrirspurnum blaðamanns sagði: „Arna hefur ekki hækkað verð síðan framleiðsla á laktósafríum mjólkurvörum hófst árið 2013 og stefna ekki á verðhækkun þrátt fyrir hækkun heildsöluverðs.“

Í júlí 2015 hækkaði Verðlagsnefnd mjólkurvörur en Arna hækkaði ekki verð til neytenda á sinni framleiðslu, Hálfdán Óskarsson sagði þá í samtali við bb: „Á sama tíma og við lýsum yfir efasemdum með þessa ákvörðun Verðlagsnefndar búvara höfum við hjá Örnu ákveðið að velta þessari hækkun ekki út í heildsöluverðið á okkar vörum. Okkar von er sú að hækkunin verði endurskoðuð og leiðrétt. Þangað til viljum við koma til móts við okkar neytendur og munum við því ekki hækka verð á okkar vörum.“

brynja@bb.is

DEILA