Er harkhagkerfið gott fyrir Vestfirði

Það færist í vöxt að fólk sé sjálfstætt starfandi eða sé bæði í föstum störfum og vinni sem verktakar.

Þróunin helst í hendur við breytingar á vinnumarkaði sem kenndar hafa verið við harkhagkerfið (e. gig economy). Þessar breytingar felast í því að fyrirtæki og stofnanir velja fremur að útvista verkefnum en ráða fasta starfsmenn til að sinna þeim.

Ný tækni hefur auðveldað útvistun en hún fer í auknum mæli fram gegnum svokallaða netvanga (e. digital platforms) sem eru sérhæfðar vefsíður sem tengja saman kaupendur og seljendur þjónustu.

Þeir möguleikar sem eru í harkhagkerfinu gefa í flestum tilfellum góða möguleika á að fólk ráði búsetu sinni og starfsaðstöðu sjálft.

Stéttarfélög hafa lýst áhyggjum af stöðu fólks sem vinnur í harkhagkerfinu og gripið til ráðstafana til að bæta réttindi þess.