Samhjól með Gullrillunum fyrir 12 ára og eldri í dag

Gullrillurnar vita svo sannarlega hversu mikilvægt það er að hreyfa sig reglulega og að börn og unglingar geri slíkt hið sama. Þess vegna bjóða þær krökkum, 12 ára og eldri, að hittast við Torfnes í dag klukkan 17:30 og hjóla með sér um allskonar torfærur. „Þefum uppi bæjarslóða, æfum okkur í tæknitrixum og endum í fjallahjólabrautinni,“ segir í viðburðinum þeirra. Og svo mæla þær með að krakkarnir mæti með góða skapið, loft í dekkjunum og hjálm á hausnum.

Sæbjörg

sabjorg@gmail.com