Ég heiti Hrund Karlsdóttir,er 48 ára gömul reyndar bráðum 49 og kem frá Bolungarvík – einu af fallegasta bæjarstæði landsins að mínu mati.
Hér á ég mínar rætur, hef alið upp barn og sinnt starfi sem ég brenn fyrir.
Ég er elst af 5 systkinum.
Ég á eina dóttur,Karólínu Mist, sem er nú á öðru ári í læknisfræði í Háskóla íslands.
Ég er gríðalega stolt af henni og þeirri miklu elju sem hún hefur sýnt.
Sjálf starfa ég sem formaður í Verkalýðs og sjómannafélagi Bolungarvíkur.
Réttindarmál launafólks eru mér hjartansmál og tel ég þau grundvöll að sanngjörnu og virðingarfullu samfélagi.
Ég fer alltaf glöð í vinnuna þar sem verkefnin eru fjölbreytt og krefjandi.
Fyrir utan verkalýðsstörfin hef ég einnig mikinn áhuga á sundi.
Ég hef þjálfað sund í 14 ár og það hefur gefið mér ómælda ánægju að vinna með börnum og sjá þau vaxa og dafna í íþróttinni.
Það er fátt jafn hvetjandi og að fylgjast með gleði og framförum ungra iðkenda.
Ég er þakklát fyrir að búa í litlu samfélagi þar sem nándin er sterk og fólk þekkir hvert annað.
Hér er best að vera að mínu mati.