Fimmtudagur 1. maí 2025

Gleðilegt íslenskt sumar!

Nú þegar sumarið hefst, er tími til að njóta náttúrunnar og fegurðar landsins. Sólin skín, dagar lengjast, og fólk fer að njóta útiveru. Þetta er tíminn fyrir fjölskyldufundi og samveru.

Samvera er ómetanleg þegar kemur að því að byggja upp tengsl og félagslegan stuðning. Með því að eyða tíma með fjölskyldu og vinum styrkjum við sambönd okkar og sköpum dýrmæt minningar. Samvera eykur gleði, dregur úr streitu og bætir andlega heilsu. Í gegnum samveru lærum við að deila reynslu, hugmyndum og tilfinningum, sem stuðlar að betri skilningi og samkennd. Þetta er sérstaklega mikilvægt í nútímasamfélagi þar sem einangrun getur verið algeng. Að njóta samveru skiptir máli fyrir þróun persónuleika okkar og eflir samfélagið í heild.

Tölum saman á íslensku

Félagsmálaráðuneytið stendur fyrir vitundarvakningu um félagslega einangrun undir yfirskriftinni Tölum saman Með því vilja stjórnvöld vekja athygli almennings á því hve alvarleg félagsleg einangrun getur verið og hvernig við getum öll verið hluti af lausninni.

Félagsleg einangrun hefur aukist hjá mörgum hópum. Fólk á mismunandi aldurskeiðum, aðstæðum og uppruna. Átakið Tölum saman talar vel inn í verkefnið Gefum íslensku séns. Þar sem markmiðið er að rífa niður múra og inngilda nýbúa inn í íslenskt samfélag. Við getum horft á íslenska fjölskyldu sem hóar saman vinum og fjölskyldumeðlimum til að grilla og njóta samveru. Hluti af hópnum er fólk sem hefur annað móðurmál en íslensku og þarf að hafa sig alla við til að fylgjast með samtali hópsins. Það er sameignleg ábyrgð hópsins að hafa alla með í samtalinu.

Almannakennari

 Við erum öll almannavarnir fengum við oft að heyra í heimsfaraldri. Bárum ábrygð á okkar öryggi og einnign öryggi þeirra sem við umgengumst. Þetta hugtak á einnig við um þegar við inngildum fólk með annað móðurmál en íslensku inn í íslenskt samfélag. Þá gerumst við öll almannakennarar sem þess að tala saman á íslensku. Með því aukum við þátttöku allra í samfélaginu og rjúfum einangrun.

Gefum íslensku séns fagnar átakinu. Tölum saman og hvetur til þess í íslenska sumrinu.

Halla Signý Kristjánsdóttir

Auglýsing
Auglýsing

Mest lesið

Auglýsing

Fleiri greinar