Miðvikudagur 14. maí 2025
Heim Blogg

Vestri körfuknattleiksdeild endurnýjan samning við Arnarlax

Arnarlax hefur endurnýjað samning sinn við Körfuknattleiksdeild Vestra til þriggja ára.  Arnarlax hefur verið einn af  lykil styrktaraðilum Körfuknattleiksdeildar Vestra undanfarin ár. Það er því gleðilegt að samstarfið mun halda áfram til næstu ára.

Körfuknattleiksdeild Vestra stefnir á að tefla fram meistaraflokki kvenna á næsta keppnistímabili og verður það rökrétt framhald af því góða starfi sem hefur verið í yngri flokka starfi félagsins.  Samningar eins og þessi eru gríðarlega mikilvægir svo að íþróttastarf eins og þetta sé mögulegt. Meistaraflokkur félagsins verður skipaður þeim leikmönnum sem eru í dag í elsta stúlknaflokki félagsins og þar með næst sú samfella sem er stefna félagsins. Þetta er sambærilegt við hvernig starf meistaraflokks karla er starfrækt í dag.  Meistaraflokkur karla er nú á leið í úrslitakeppni í 2. deild.

Arnarlax er eitt af stærstu laxeldisfyrirtækjum landsins og er með sínar höfuðstöðvar og aðalstarfssemi á Vestfjörðum.  Fyrirtækið hefur lagt áherslu á að styðja við barna- og unglingastarf félagasamtaka á svæðinu.  Með þessum langtíma samningi við Körfuknattleiksdeild Vestra er félagið áfram að styðja við mikilvægt félagsstarf á starfssvæði sínu með áherslu á eflingu barna- og unglinga sem svo styrkir samfélagið í heild.

Auglýsing

Ísafjörður: eigið verk eða stolin mynd?

Mynd Hauks Sigurðssonar af Ísafirði.

Haukur Sigurðsson, ljósmyndari á Ísafirði vekur athygli á því að listamaðurinn Ingvar Thor Gylfason auglýsir til sölu nýtt verk eftir sig sem hann nefnir Ísafjörður.

Ingvar segir á Facebook að verkið hafi klárast hjá sér í beinu framhaldi af “Aldrei fór ég suður”. Segir hann að „Við hjónin eigum bæði ættir að rekja til Vestfjarða. Nánar til Ísafjörðs og Bíldudals. Íslenskara verður það ekki.“ Tölusett eftirprent séu í boði „. ef einhver vill hafa Ísafjörðinn fagra uppi á vegg hjá sér“.

Haukur birtir eigin ljósmynd af Ísafirði. Haukur segir um svör Ingvars: „Aðspurður segir hann málverkið innblásið af mörgum mismunandi ljósmyndum sem hann tók. Hann kannast samt ekkert við mína ljósmynd, og sér engin líkindi.“

Verkið sem auglýst er til sölu. Segir að verkið sé 100×140 cm, Olía.

Auglýsing

Illt er að kljást við kollóttan

Varðhundar stórútgerðanna á Alþingi hafa staðið í ströngu undanfarið og til að draga yfir sérhagsmunagæsluna og réttlæta málþófið hafa þeir borið fyrir sig hagsmuni landsbyggðar. það eru sannarlega nýjar fréttir fyrir okkur sem fylgst hafa með pólutíkinni í gegnum tíðina að flokkarnir sem staðið hafa með stórútgerðinni í blíðu og stríðu eins og í heilögu hjónabandi skuli nú hafa áhyggjur af afkomu landsbyggðar. Þarna er um flokka að ræða sem setið hafa við stjórnvölin á þessu djöflaskeri nánast allar götur frá lýðveldisstofnun og skipt með sér landsins gæðum og völdum í mesta bróðerni á tillits til ein eða neins. Það voru bara eigin og sérhagsmunir útvaldra sem réðu för – staða landsbyggðar hefur að líkindum aldrei verið þeirra hjartansmál.

Helmingaskiptaflokkarnir hafa ekki bara nánast verið einráðir á Alþingi svo lengi sem menn muna – þeir hafa einnig að mestu ráðið ferðinni í bæjar og sveitarstjórnum hringin í kringum landið. Fulltrúar í þeim hafa svo samþykkt allar tillögur sem frá félögum á þingi hafa komið er varðar landsbyggðina athugasemdalaust og án þess er virðist að íhuga á nokkurn hátt afleiðingarnar.

Nú hins vegar hafa fulltrúar nokkurra bæjarfélaga stigið fram til að lýsa áhyggjum sínum af hækkun veiðigjalda og mögulegum neikvæðum afleiðingum fyrir brotnar byggðir – sem hingað til hefur gleymst að taka tillit til í hrókeringum ýmsum – en nú eru allir virkjaðir til að verja þá stóru í nafni brotinna byggða – trúðarnir hafa verið trekktir upp og kjölturakkarnnir farnir að gjamma.

Ragnar Þór Ingólfsson þingmaður Flokks fólksins rifjaði upp á dögunum í facebookfærslu sem birtist í DV brot úr ræðu sem Sigurður Kári Kristjánsson hélt á landsfundi Sjálfstæðisflokksins árið 2009. Þar sagði Sigurður Kári: „Vilji Sjálfstæðisflokkurinn halda yfirráðum sínum yfir sjálvarauðlindinni, þá felur það í sér að flokkurinn vill standa utan Evrópusambandsins og því fagna ég.“

Og við eigum að trúa því að flokkurinn sá taki hagsmuni þjóðarinnar fram yfir sérhagsmuni eins og nú er látið í veðri vaka í yfirstandandi áróðursherferð.

Það er ekki hægt að kenna neinum um bágborið ástand á landsbyggðinni nema helmingaskiptaflokkunum sem nú virðast hafa gleymt aðkomu sinni að pólutíkinni hingað til – líklega vegna þess að hjá þeim ristir ábyrgðartilfinningin ekki svo djúpt né þá heldur siðferðið í vitundina

Ég veit að norðmenn furða sig á hversu fyrirhafnarlítið ránið var á gjöfulustu auðlind íslensku þjóðarinnar – þeir fagna því vissulega að rétt skuli hafa verið staðið að málum þegar olían fannst á þeirra landgrunni. Í þessum eðlislíku málum skiptu pólutískar ákvarðanir sköpum – annars vegar fyrir sérhagsmuni – hins vegar fyrir þjóðarhag.

Fróðlegt væri að vita hvað norðmönnum finnst um auglýsingar íslenskra stórútgerðamanna með einum af þeirra kunnasta leikara úr EXIT þáttunum. Þessar auglýsingar eru mjög svo á siðferðilegu lágu plani og það er með ólíkindum að enginn sem kom að gerð þeirra skuli hafa áttað sig á því. Norski EXITleikarinn er holdgervingur siðblindunnar í þeim þáttum og svo dúkkar hann upp í auglýsingu íslenskra auðmanna sem sams konar týpa.

Þessar auglýsingar eru óþægilegar vegna þess að þeir sem að þeim stóðu eru gríðalega valdamiklir í þjóðfélaginu.

Síðust daga hefur njósnamálið svokallaða verið til umræðu í fjölmiðlum. Þetta er alvarlegt mál og ber vott um vanhugsuð og óvönduð vinnubrögð eins og svo margt annað í þessu þjóðfélagi.

En þó þetta sé alvarlegt mál þá er það sem spörður í yfirfullum flór og það má velta fyrir sér hvers vegna það hafi verið dregið upp úr glatkistunni núna þegar af nógu er að taka sem nær er í tíma. Er kannski verið að reyna að beina athygli almennings í miðri auðlindagjaldaumræðunni að mögulegri spillingu innan lögreglunnar og þá í leiðinni að lögreglumönnunum sem nú tilheyra meirihlutanum á Alþingi ? 

Sjálfstæðismenn sumir hafa jú lýst því yfir opinberlega að þeir muni og ætli sér að vera duglegir við að minna þingmenn meirihlutans á þeirra aðild að spillingunni hér á landi og kannski að heimfæra eitthvað af sínu upp á þá. Þeir vita sjálfsagt manna best hvar sperðina er að finna í flórnum – það er hægt að verða samdauna eigin skítalykt en það gegnir öðru máli með annarra.

Þetta njósnamál mun ekki breyta miklu ef þá nokkru hvað varðar traust almennings á kerfinu – það hefur lengi verið lítið því það er löngu hætt að þjóna sínum rétta tilgangi hvar sem á það reynir.

Kerfið í heild sinni er orðið sem einn af mörgum samtryggingaklúbbum í landinu – sem hafa það eitt að markmiði að þjóna sérhagsmunaklíkum – það vita þeir sem lent hafa í því og orðið leiksoppar þess í áraraðir og jafnvel tugi.

Þeir eru orðnir margir til að mynda sem lent hafa illa í heilbrigðiskerfinu og ekki beðið þess bætur. Það er illt að lenda í því – lögfræðingar ráða jafnvel fólki frá því að fara í mál við það og margir þeirra eru tregir til að taka að sér mál því viðkomandi. Þetta er dapurleg staðreynd því hér er um að ræða kerfi sem við öll viljum geta treyst fullkomlega.

Það væri forvitnilegt að vita hversu mörg mál hafa dagað uppi í heilbrigðiskerfinu síðustu 20-30 árin og hversu mörg mál hafi verið afgreidd af lítilsvirðingu gagnvart þolendum og hvað tekið hafi langan tíma að meðaltali að afgreiða þau mál sem fengið hafa afgreiðslu.

Það er ekki hægt að ætlast til að fólk treysti velferðarkerfinu að óbreyttu.

Velferðarkerfið var byggt upp til að þjóna almenningi og verja í ágjöf – en þegar á reynir er þar ekki annað að finna en veruleikafirringu, skilningsleysi og meðvirkt óréttlæti. Það er ekki hlustað á fólk því fyrirfram er búið að ákveða að það sé ómarktækt – þar af leiðandi fær það ekki tækifæri til að verja sig og sinn hag – því er bara þröngvað út í horn og settir afarkostir – kannski eftir baráttu sem yfirtekið hefur stóran hluta lífs þess.

Velferðarkerfið er í raun óvirkt eftir áratuga ágang sérhagsmunaafla að vanhæfu starfsfólki þess – „rétt“ ættuðu, „rétt“ tengdi og „rétt trúuðu.“

Umræðan um auðlindagjöldin hefur varpað ljósi á forherðingu spillingarinnar – henni hefur tekist að hreiðra vel um sig á þessu volaða skeri því aðhaldið hefur verið lítið. 

Erum við heimskari en aðrar þjóðir ? Erum við kannski þess vegna ofurseld spillingaröflum eða er það atgervisflótti sem veldur ?

Við höfum verið að missa menntunina úr landi – menntafólkið okkar segist búið að fá nóg af vitleysunni hér sem bjóði ekki upp á neitt annað en skuldsetningu og þrældóm – svo flótti er eina leiðin fyrir marga. Þar glötum við þekkingunni sem ætti að hafa getuna til að lesa í aðstæður áður en yfir er vaðið. útverðirnir yfirgefa landið.

Það er reynt að láta allt líta vel út á yfirborðinu – glansmyndum er otað að almenningi sem sýna alltígúddífólkið í koktelboðum hjá hvert öðru – Smartland segir svo frá hvað spjarirnar þeirra og fylgihlutir hafi kostað margföld mánaðarlaun verkamanns. Þetta eru kannski lífsbætandi upplýsingar fyrir einhverja en staðfesting á veruleikafirringu fyrir aðra – firringu sem sumir kjósa að halda dauðahaldi í til að þurfa ekki að horfast í augu við dapran veruleika sem víða blasir við.

Það er þó hægt að fagna því að verkalýðshreifingin skuli loks vöknuð eftir langan svefn – hún mun veita aðhald en það þarf meira að koma til – það þarf almenna vakningu.

Það verður ekki við það unað að bjargirnar sem almenningur á að geta treyst á séu misnotaðar af öflum sem vilja allt annað en vel – þannig að öryggisnet kerfisins verði sem köngulóarvefir sem ómögulegt getur reynst að losna úr. Eftir grimma sjúkdómavæðingu til margra ára sitja því miður margir fastir í vefnum – þeim er síðan mörgum gert að lifa eftir frelsisskerðandi skilyrðum félagsþjónustunnar – sem er auðvitað ekkert annað en kúgun.

Það er ekki traustvekjandi þegar ráðamenn afneita ástandinu með því að lýsa því yfir ítrekað opinberlega að kerfin okkar séu góð og betri en víðast hvar annars staðar – því við vitum flest að það er ekki rétt.

Íslenska dómskerfið til að mynda er ekki ætlað almenningi – það er sem sniðið fyrir þá efnameiri – orða þeirra virðast alltaf vega þyngra á vogaskálum réttlætisins fyrir íslenskum dómstólum. Félagsþjónustan er svo eins og betrunarhæli fyrir afbrotafólk – þar sem sjálfsmynd fólks í veikri stöðu er rifin niður og það smættað. Heilbrigðiskerfið er verst af öllu vondu – í því mætir fólk á sínum viðkvæmustu augnablikum of oft yfirlæti og lítilsvirðingu svo því langar einna helst að biðjast afsökunar á tilveru sinni.

Kerfin okkar sem eiga að hafa bjargráðin og tryggja almenningi réttlæti og sanngirni gera ekkert annað en að draga fólk niður og eða á asnaeyrunum með innantómum loforðum. Það er ekki nema von að þjóðin sé þunglynd þegar fólk er alls staðar farið að upplifa sig sem aukaatriði.

Heilbrigðiskerfið er í miklum vanda er kemur að vinnubrögðum – sumt er að þeim snýr er lyginni líkast – því er brýnt að hlustað sé á þá sem reynt hafa og þeim trúað svo ráða megi bót á.

Nú kunna einhverjir að halda að ég sé mikil bölsýnismanneskja – en það er ég ekki – ég hef aðeins með skrifum mínum verið að reyna að varpa ljósi á þá veggi sem ég hef verið að ganga á síðustu 20 árin eða svo og þann „félagsskap“ sem þá reisti.

Ég reyni enn að halda í vonina um betri tíð með blóm í haga og að það muni á endanum verða pláss fyrir okkur öll sólarmegin í lífinu.

Lifið heil !

Vilhelmína H. Guðmundsdóttir

Lífsreyndur eldri borgari.

Auglýsing

Hrafnreyður KÓ 100 áður Valur ÍS 18

1324. Hrafnreyður KÓ 100 ex Valur ÍS 18. Ljósmynd Jón Páll Ásgeirsson 2013.

Hrefnubátnum Hrafnreyður KÓ 100 er hér á mynd sem Jón Páll Ásgeirsson tók á miðunum sumarið 2013.

Báturinn var smíðaður hjá Vélsmiðju Seyðisfjarðar hf. árið 1973 og er 101 brl. að stærð. Hann hét upphaflega Ottó Wathne NS 90 og var í eigu Gyllis hf. á Seyisfirði.

Ottó Wathne NS 90 var seldur til Hornafjarðar árið 1981 þar sem hann fékk nafnið Bjarni Gíslason SF 90. 

Árið 2005 var báturinn seldur til Vestmannaeyja og varð Bjarni Gíslason VE 30, 2007 fékk hann nafnið Valur ÍS 18, heimahöfn Súðavík. 

Árið 2010 fékk hann að nafn sem hann ber á myndinni, Hrafnreyður KÓ 100. Stundaðar voru hrefnuveiðar á bátnum en í júní 2018 hóf hann veiðar á sæbjúga.

Sumarið 2019 fékk báturinn fékk nafnið Halla ÍS 3 með heimahöfn á Flateyri.

Báturinn var seldur úr landi sumarið 2021.

Af skipamyndir.com

Auglýsing

Verð á matvöru hækkar samkvæmt mælingum Verðlagseftirlits ASÍ

Verðlag á dagvöru hækkaði um 0,61% milli mars og apríl samkvæmt dagvöruvísitölu ASÍ. Var það þriðji mánuðurinn í röð þar sem verðlag á matvöru hækkaði um meira en hálft prósent, sem er meðalhækkun á matvöru undanfarið ár og jafngildir 6% ársverðhækkun. Þó er útlit fyrir að hækkanirnar séu að dragast saman að magni og umfangi.

Áhrifin eru að mestu rekjanleg til tveggja þátta. Sá fyrri er hækkun á verðlagi innlendra vörumerkja, en það hefur frá áramótum hækkað mun hraðar en verðlag erlendra vörumerkja. Munurinn á hækkunartaktinum var mestur í janúar og febrúar.

Síðari þátturinn er slaknandi verðaðhald hjá Nettó og Kjörbúðinni, sem hafa haldið aftur af verðhækkunum frá miðju síðasta ári en hafa gefið eftir frá áramótum.

Auglýsing

Háskóla­lestin á Patreks­firði 13.-15. maí

Háskóla­lest Háskóla Íslands heim­sækir Patreks­fjörð dagana 13.-15. maí og býður unga fólkinu, kenn­urum og íbúum svæð­isins upp á sann­kallað vísinda­æv­in­týri.

Í áhöfn Háskólalestarinnar eru kennarar og nemendur úr fjölbreyttum greinum innan Háskóla Íslands. Miðvikudaginn 14. maí verða þau með fjölbreytt námskeið fyrir nemendur í 5.-10. bekk Patreksskóla þar sem nemendur frá Bíldudalsskóla og Tálknafjarðarskóla taka einnig þátt. Meðal námskeiða í boði eru stjörnufræði, efnafræði, kórallar Íslands, rafstuð, blaða- og fréttamennska, sjúkraþjálfun og gervigreind. Daginn áður, 13. maí, býðst kennurnum grunnskólanna jafnframt að sækja sérstakar smiðjur um gervigreind og náttúruvísindakennslu á vegum kennara í Háskólalestinni.

Fimmtudaginn 15. maí verður Opið vísindahús í Félagsheimili Patreksfjarðar kl. 16:00-18:00. Þar geta gestir á öllum aldri tekið þátt í lifandi og skemmtilegum tilraunum og spreytt sig á spennandi verkefnum: horft upp í himingeiminn, tekið fréttaviðtöl, prófað tól og tæki sjúkraþjálfara, kynnst heimi gervigreindar á ýmsa vegu, séð undir efnafræðinnar hjá Sprengju-Kötu, fræðst um kóralla Íslands og jafnvel kannað hvort það sé hægt að búa til rafhlöðu úr kartöflu! Öll eru hjartanlega velkomin — aðgangur er ókeypis og engin skráning nauðsynleg.

Patreksfjörður er annar áfangastaður lestarinnar í ár en hún heimsótti einnig Vopnafjörð fyrr í maí og stefnir svo á Suðurland í haust. Frá árinu 2011 hefur lestin ferðast vítt og breitt um landið og miðlað vísinidum með líflegum og fjölbreyttum hætti og um leið lagt áherslu á að styrkja starf grunnskólanna og efla tengsl Háskóla Íslands við samfélög um allt land. Háskólalestin hefur heimsótt hátt á fjórða tug áfangastaða og fengið einstaklega hlýjar móttökur hvert sem komið er. Þá hefur lestin hlotið Vísindamiðlunarverðlaun Rannís.

Hægt verður að fylgjast með lestinni á vef hennar og á Facebook-síðu lestarinnar.

Auglýsing

Sjóbjörgunaræfing laugardaginn 17. maí – sjálfboðaliðar óskast

Næsta laugardag mun Landhelgisgæslan, ásamt viðbragðsaðilum á Norðanverðum-Vestfjörðum, og Aðgerðastjórn almannavarna, vera með æfingu sem miðar að því að bjarga tugum manna frá borði skips í Ísafjarðardjúpi.

Leitað er að einstaklingum sem eru tilbúnir til að leika þolendur sem fluttir verða í land með björgunarbátum og fleiri skipum.

Að æfingunni lokinni ætlar áhöfn varðskipsins Þórs að bjóða öllum leikurum og þátttakendum æfingarinnar um borð. Bæði til að skoða skipið og fá hressingu.

Auglýsing hefur verið sett upp vegna þessa og mun Sigrún María Árnadóttir hjá Björgunarfélagi Ísafjarðar taka á móti skráningu og veita frekari upplýsingar.

Auglýsing

Veiðigjöld hækka um 53%

Veiðigjald til ríkisins munu hækka um 245 m.kr. eða um 53% á fjögur stærstu sjávarútvegsfyrirtækin á Vestfjörðum samkvæmt því sem fram kemur í svari Örnu Láru Jónsdóttur, alþm. við fyrirspurnum frá Daníel Jakobssyni, Ísafirði.

Svar Örnu Láru var birt í morgun á vef Bæjarins besta. Það er unnið upp úr ársreikningum fyrirtækjanna fyrir 2023, en ekki liggja fyrir ársreikningar þeirra allra fyrir síðasta ár 2024. Samkvæmt þeim upplýsingum greiddu fyrirtækin 442.884.990 krónur í veiðigjöld árið 2023 en samkvæmt nýju frumvarpi þar sem búið er að leiðrétta veiðigjöldin verða þau 678.035.169 krónur, og er þetta því hækkun um 235.150.169, eða 53%.

70% hækkun veiðigjalda

Í greininni segir Arna Lára að með breytingum samkvæmt frumvarpinu megi áætla „að álagt veiðigjald verði um 19,5 milljarðar króna árið 2026, en án þeirra breytinga sem boðaðar eru samkvæmt frumvarpi þessu væri áætlað álagt veiðigjald um 11,2 milljarðar króna á grundvelli gildandi laga. Er þá gert ráð fyrir meðaltali veiðigjalda síðustu þriggja ára fyrir hverja tegund og að áætlað aflamagn haldist stöðugt. Að teknu tilliti til breytinga á frítekjumarki má gera ráð fyrir að innheimt veiðigjald verði um 17,3 milljarðar króna. árið 2026. Það er um 70% hækkun.“

 

Auglýsing

Vestfjarðastofa: málþing um fjárfestingar

Stjórnsýsluhúsið Álftaver í Súðavík.

Vestfjarðastofa stendur á morgun fyrir opnu málþingi í Súðavík um frumkvæði og fjárfestingar á Vestfjörðum. Fundað verðu rí stjórnsýsluhúsinu.

Frummælandi á málþinginu er Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs og Gylfi Ólafsson stjórnarformaður Vestfjarðastofu mun stýra pallborði sem í verða fulltrúar fyrirtækja sem hafa fjárfest eða hyggjast fjárfesta á Vestfjörðum. Málþingið verður kl. 13-15 í Súðavík og eru áhugasamir hvattir til að skrá sig. 

Frumkvæði og fjárfestingar – málþing – kl. 13:00 – 15:00

Frummælandi: Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs 
Fjárfestingahik/ fjárfestingastífla – er hún til staðar og hvernig er hægt að losa hana? 

Örsögur af fjárfestingum á Vestfjörðum og umræður:
Arctic Fish – Daníel Jakobsson
Kalkþörungaverksmiðjan í Súðavík – Halldór Halldórsson
Hótelbygging á Hólmavík – Friðjón Sigurðsson / Erla Ásgeirsdóttir 
Húsnæðisuppbygging og skipulag sveitarfélaga – Jón Páll Hreinsson

Umræðustjóri: Gylfi Ólafsson

Auglýsing

Svar til Daníels, kjósanda í Norðvesturkjördæmi

Sæll Daníel, kjósandi í Norðvesturkjördæmi. Ég vil nú byrja á því að óska þér til hamingju með forstjórastöðuna í Arctic Fish og stjórnarsæti þitt hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Þú þekkir auðvitað vel samfélag okkar sem fyrrum oddviti Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar og fyrrum bæjarstjóri. Ég vil þakka þér fyrir spurningarnar og fyrir áhuga þinn á greinaskrifum mínum.

Í skrifum þínum er þó sett fram fullyrðing sem er röng og ég vil fá að leiðrétta. Það er ekki verið að tvöfalda veiðigjöldin eins og þú fullyrðir, á sama hátt  og félagar þinir í Sjálfstæðisflokknum sem sæti eiga á Alþingi hafa gert.  Í skýringum með frumvarpinu sem ég mæli með að þú kynnir þér kemur eftirfarandi fram: Með breytingum samkvæmt frumvarpinu má áætla að álagt veiðigjald verði um 19,5 milljarðar króna árið 2026, en án þeirra breytinga sem boðaðar eru samkvæmt frumvarpi þessu væri áætlað álagt veiðigjald um 11,2 milljarðar króna á grundvelli gildandi laga. Er þá gert ráð fyrir meðaltali veiðigjalda síðustu þriggja ára fyrir hverja tegund og að áætlað aflamagn haldist stöðugt. Að teknu tilliti til breytinga á frítekjumarki má gera ráð fyrir að innheimt veiðigjald verði um 17,3 milljarðar króna. árið 2026. Það er um 70% hækkun en ekki tvöföldun.

Í grein þinni leggur þú fram eftirfarandi sex spurningar til mín. Það er mér ljúft að svara þeim.

  1. Hvaða þýðingu hefur þessi hækkun fyrir fjögur stærstu sjávarútvegsfyrirtækin á Vestfjörðum?

Þessar upplýsingar miðast við ársreikninga fyrirtækjanna árið 2023 en  félögin hafa ekki öll birt ársreikning fyrir árið 2024. Félögin greiddu 442.884.990 krónur í veiðigjöld árið 2024 en samkvæmt nýju frumvarpi þar sem búið er að leiðrétta veiðigjöldin verða þau 678.035.169 krónur, og er þetta því hækkun um 235.150.169, eða 53%. Árið 2023 var samanlögð EBITDA þessara fyrirtækja 3.983.000 krónur. Skattar á þessi fyrirtæki verða óbreyttir.

  1. Hvað borga þau núna og hvað munu þau borga ef þetta nær fram að ganga?              

Sjá svar við fyrstu spurningu.

  1. Hvernig bætir þetta frumvarp hagsmuni íbúa Ísafjarðarbæjar?

Íbúar Ísafjarðarbæjar sem og íbúar mun fleiri sveitarfélaga hafa kallað eftir bættum innviðum og þá sérstaklega þegar kemur að vegakerfinu, hvort sem er viðhaldi eða nýframkvæmdum. Ríkisstjórn hefur gefið það skýrt út að tekjurnar af leiðréttum veiðigjöldum verða nýttar í vegakerfi, og má sjá merki þess í fjármálaáætlun sem nú er til umfjöllunar í fjárlaganefnd.

  1. Mun tvöföldun á veiðigjaldi auka framboð á störfum á Vestfjörðum?

Nei. Bendi á ranga fullyrðingu í spurningunni.

  1. Mun hækkunin hvetja fyrirtækin til þess að fjárfesta í samfélaginu?

Best er að spyrja fyrirtækin sjálf að því.  Þau eru með sterka EBITDU þannig það er svigrúm til fjárfestinga kjósi þau að gera það.

  1. Og að lokum, telur þú líkur á því að fyrirtæki muni í auknum mæli sameinast og hvaða áhrif telur þú að það muni hafa á Vestfirði?

Það er ekki ólíklegt að það gerist og er í raun þegar farið að gerast, en þar er ég að vísa í kaup útgerðarfélags í Bolungarvík á hlut í félagi í Hnífsdal. Leiðrétting veiðigjalda hafði ekki áhrif á þau viðskipti, frekar en sala aflaheimilda Þórsbergs á Tálknafirði til Útgerðarfélags Reykjavíkur fyrr á þessu ári.

Arna Lára Jónsdóttir, alþm.

Auglýsing

Nýjustu fréttir