Strandveiðar smábáta hefjast í dag. Fyrir liggur yfirlýsing í ríkisstjórnarsáttmála að heimilt verði að veiða í 48 daga í ár, 12 daga í mánuði næstu fjóra mánuði.
Þegar hefur Fiskistofa gefið út 775 leyfi til strandveiða og hafa aldrei verið fleiri. Tugir umsókna til viðbótar eru óafgreiddar.
Vestfirðir tilheyra svæði A og þar hafa verið gefin út 342 leyfi sem er 13 færra en í fyrra. Á öðrum svæðum eru leyfin mun færri. Næstflest leyfi eru á svæði D. Þar eru útgefin leyfi 196 og hefur þeim fjölgað nokkuð frá síðasta ári þegar þau voru 159.
Flestir strandveiðibátar voru í fyrra á Patreksfirði og í Bolungavík og búast má við því að svo verði áfram.

Strandveiðibátarnir tilbúnir fyrir róður í dag.