Samkvæmt upplýsingum á vef Fiskistofu greiddu fjögur stærstu útgerðarfyrirtækin á Vestfjörðum samtals 605 m.kr. í veiðigjald í fyrra.
HG í Hnífsdal greiddi mest eða 293 m.kr. Jakob Valgeir ehf í Bolungavík 191 m.kr., Oddi hf á Patreksfirði 73 m.kr. og Norðureyri ehf á Suðureyri greiddi 48 m.kr.
Í aðsendri grein Örnu Láru Jónsdóttur, alþm. á Bæjarins besta frá 13. maí sl. segir að þessi félög hafi greitt „442.884.990 krónur í veiðigjöld árið 2024 en samkvæmt nýju frumvarpi þar sem búið er að leiðrétta veiðigjöldin verða þau 678.035.169 krónur, og er þetta því hækkun um 235.150.169, eða 53%“.
Þarna munar nokkur um greidd veiðigjöld ársins 2024. Samkvæmt upplýsingum Fiskistofu er fjárhæðin 605 m.kr. en Arna Lára segir þau hafi greitt 443 m.kr.