Mánudagur 19. maí 2025

Öryggi sjómanna í strandveiðum

Strandveiðitímabilið er hafið og öryggi sjómanna í forgrunni. Margvíslegur undirbúningur hefur farið fram svo tryggja megi sem best slysavarnir á sjó segir í frétt frá Samgöngustofu.

Samgöngustofa og skoðunarstöðvar leggja í sameiningu áherslu á að öryggisbúnaður sé í samræmi við reglur.

Í aðdraganda vertíðarinnar gerði Samgöngustofa skyndiskoðanir á yfir 150 smábátum, sérstaklega gúmmíbjörgunarbátum þeirra. Staðsetning og frágangur björgunarbáta skiptir miklu, svo auðvelt sé að grípa til þeirra og tryggt að þeir losni og komist á flot í neyð.

Í sumar mun Samgöngustofa, í samstarfi við Slysavarnafélagið Landsbjörg og Landsamband smábátaeigenda, taka þátt í fræðsluherferð með áherslu á öryggisbúnað og viðbrögð.

Leikarinn og sjómaðurinn Þröstur Leó Gunnarsson fer yfir notkun á björgunarvestum, fjarskiptum, neyðarstigum, staðsetningu neyðarbúnaðar, björgunarhringjum og björgunarbátum.

Öryggisappið Aggan hefur verið tekið í notkun opnuð hefur verið samræmd öryggissíða hjá Samgöngustofu og gefið út nýtt fræðslurit um VHF fjarskipti,

Auglýsing
Auglýsing

Nýtt á BB

Auglýsing

Fleiri fréttir