Þriðjudagur 13. maí 2025
Heim Blogg Síða 7

Stjórn og starfsfólk Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða heimsækir Árneshrepp

Gestirnir í Krossneslaug. Mynd: aðsend.

5. og 6. maí komu góðir gestir í Árneshrepp þar sem stjórn og starfsfólk Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða komu  heimsóttu ferðaþjóna á væðinu og héldu fund með áhugasömum íbúum í Árneshreppi og kynntu starfsemi sjóðsins.

Einig fóru þau yfir þau verkefni sem unninn hafa verið á síðustu árum, það er göngustíg niður að Kistuvog þar sem galdrabrennur voru til forna. Stígurinn er einstaklega vel heppnaður með listaverkum úr rekavið unnið af Guðjóni Kristinnssyni frá Dröngum.

Einnig skoðuðu þau útsýnispall við Norðurfjarðarhöfn og svæðið þar um kring sem hefur tekið miklum stakkaskiptum.

Ungmennafélagið Leifur heppni fékk nú úr síðustu úthlutun styrk að upphæð 13,3 milljónir kr. til að gera göngustíg að Krossneslaug og útsýnispall ofan við laugina. Krossneslaug er hluti af áfangastaðaáætlun Vestfjarða.

Stokkar og steinar sf fékk styrk að upphæð 8,5 milljónir kr. Styrkurinn felur í sér stækkun á bílastæði við Kistuvog. Allur frágangur mun taka mið af umhverfinu með grjóthleðslum og renna inn í aðliggjandi landslag. Kistuvogur er hluti af áfangastaðaáætlun Vestfjarða og er mikið sóttur af ferðamönnum.

Guðjón Kristinson mun sjá um bæði þessi verkefni enda einstakur hagleiksmaður.

Auglýsing

Góðar gjafir frá Kvenfélaginu Hörpu á Tálknafirði og Kvenfélaginu Sif á Patreksfirði

Á myndinni eru frá vinstri: Petrína Sigrún Helgadóttir formaður kvenfélagsins Sifjar Patreksfirði, Margrét Brynjólfsdóttir sjúkraþjálfari Hvest á Patreksfirði og Nancy Rut Helgadóttir formaður kvenfélagsins Hörpu Tálknafirði. Mynd: aðsend.

Endurhæfingardeild Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða á Patreksfirði hefur fengið tvö ný æfingatæki að gjöf frá kvenfélögunum Hörpu og Sif. Tækin munu nýtast í daglegri þjálfun og endurhæfingu notenda.

Kvenfélagið Harpa gaf Concept2 SkiErg skíðagöngutæki. Tækið byggir á loftmótstöðu og virkjar alla helstu vöðvahópa. Það hentar vel til almennrar styrktar- og þolþjálfunar og má einnig nota í sitjandi stöðu, sem nýtist sérstaklega þeim sem eru í hjólastól.

Kvenfélagið Sif gaf Concept2 BikeErg æfingahjól. Hjólið notar sömu tækni og önnur Concept2 tæki, er með kúplingu eins og reiðhjól og tengist öppum á borð við Zwift og ErgData. Það hentar vel fyrir almenna þolþjálfun og sérstaklega þeim sem eru nýkomnir úr aðgerð á hné og þurfa á endurhæfingu að halda.

Stofnunin þakkar kærlega fyrir gjafirnar sem munu nýtast vel í fjölbreyttri þjálfun fyrir alla þá sem þangað koma.

Auglýsing

Strandveiðar: 143 bátar lönduðu 101 tonni

Strandveiðibátar landa í Bolungavíkurhöfn á mánudaginn. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Strandveiðar smábáta hófust á mánudaginn. Þann dag lönduðu 143 bátar samtals 101 tonni af afla í 10 höfnum á Vestfjörðum.

Flestir lönduðu í Bolungavíkurhöfn eða 38 bátar og afli þeirra var 27,6 tonn. Á Patreksfirði landaði 31 bátur og var afli þeirra 20,5 tonn. Hólmavík kom næst, en þar landaði 21 bátur 15,5 tonnum.

Suðureyri var í fjórða sæti. Þaðan reru 20 bátar og komu þeir með 13,5 tonn að landi. Á Tálknafirði lönduðu 13 bátar 9 tonnum og á Bíldudal var landað 5,1 tonni af 8 bátum. Sex bátar lönduðu á Þingeyri og voru með 4,3 tonn.

Á Drangsnesi var landað 2,4 tonnum af þremur bátum. Tveir bátar reru frá Flateyri og voru með 1,8 tonn. Loks landaði einn bátur á Brjánslæk 882 kg.

Auglýsing

Friðlandið á Hornströndum 50 ára

Í tilefni þess að 50 ár eru um þessar mundir síðan stofnað var til Friðlands á Hornströndum, efnir Hornstrandanefnd til afmælismálþings á Ísafirði föstudaginn 23. maí, milli klukkan 15 og 18.

Á dagskránni eru nokkur stutt erindi og umræður er líta að náttúrufari og þýðingar friðunarinnar á það, til samfélags fólksins og sögu þess sem og skipulags og framtíðarsýnar.
Aðgangur að málþinginu er endurgjaldslaus og öllum heimill. Boðið verður upp á kaffiveitingar.
Um kvöldið verður efnt til kvöldvöku á Dokkunni þar sem gestum gefst tækifæri á að spreyta sig í þekkingu á Hornströndum í PubQuiz.

Nánari dagskrá verður send út mjög fljótlega.
Hornstrandanefnd er skipuð fulltrúum Landeigendafélags Sléttu – og Grunnavíkurhrepps, Ísafjarðarbæjar og Náttúruverndarstofnunar.

Auglýsing

Ekkert tilboð barst í málun og múrviðgerðir

default

Bolungarvíkurkaupstaðar óskar nýlega eftir tilboði í verkið Aðalstræti 22 – múrviðgerðir og málun þar sem helstu verkþættir eru múrviðgerðir, málun utanhúss, endurnýjun á gleri og endurnýun þakants

Útboðsfrestur var til 29 apríl en þegar til kom barst ekkert tilboð í verkið.

Auglýsing

Landsmótið í skólaskák var á Ísafirði

Landsmótið í skólaskák fór fram um liðna helgi á Ísafirði. Landsmótið er keppni sterkustu ungmenna allra landshluta Íslands og er eitt af sögufrægustu skákmótum landsins. 

Mótið stóð yfir dagana 3. og 4. maí og teflt var í þremur aldurskiptum flokkum, 1.-4. bekk, 5.-7. bekk og 8.-10. bekk. Tólf keppendur eru í hverjum flokki og tefla allir við alla með atskákartímamörkum, 15+5.

Keppendur frá Grunnskólanum á Ísafirði voru 5 að þessu sinni. 

Í keppni 1-4 bekkjar sigraði Pétur Úlfar Ernisson í Langholtsskóla en Samúel Máni Samúelsson Ísafirði var í 5. sæti og Pétur Ívar Eyþórsson Ísfirði í því 12.

Í keppni 5-7 bekkjar sigraði Birkir Hallmundsson í Lindaskóla en Ísfirðingarnir Karma og Nirvaan Halldórssynir voru í 2 og 6 sæti

Í keppni 8-10 bekkjar sigraði Mikael Bjarki Heiðarsson og Sigurjón Kári Eyjólfsson Ísafirði varð í 10 sæti.

Segja má að árangur Ísfirðinganna hafi verið góður í þessu móti sterkustu ungmenna allra landshluta.

Auglýsing

Fyrsta skemmtiferðaskipið kom í dag

Frá heimsókn leikskólanna í skemmtiferðaskip á Ísafirði.

Tæplega 200 komur skemmtiferðaskipa eru bókaðar frá 6. maí til 30. október.

Samanlagður fjöldi farþega um borð í skipunum er að hámarki 267.300 en vert er að geta þess að nýting plássa um borð í skipunum er alla jafna um 70%.

Hægt er að glöggva sig betur á bókuðum skipakomur til hafna Ísafjarðarbæjar á facebooksíðu Ísafjarðarhafnar og á heimasíðu Ísafjarðarbæjar.

Í maí eru eftirfarandi heimsóknir á áætlun:

DagsetningKomaBrottförSkipLegustaðurHámarksfjöldi farþegaFjöldi starfsfólks
MAÍ
06. maí08:0018:00AmeraSundabakki835443
11. maí08:0018:00Silver DawnSundabakki596576
12. maí08:0017:00Fridtjof NansenSundabakki530150
13. maí07:0017:00AmbitionSundabakki1196500
08:0016:00SpitsbergenSundabakki33565
18. maí09:0017:00BorealisSundabakki1404620
19. maí08:0017:00VolendamSundabakki1432647
08:0017:00Fridtjof NansenSundabakki530150
20. maí09:0018:00Norwegian PrimaSundabakki32151506
23. maí08:0018:00Norwegian PrimaSundabakki32151506
24. maí07:0019:00MSC PreziosaSundabakki35021370
26. maí06:0013:00SeaventureSundabakki16494
08:0017:00Fridtjof NansenSundabakki530150
27. maí08:0018:00Norwegian StarSundabakki23481031
13:0020:00Viking NeptuneSundabakki930470
28. maí07:0018:00FramSundabakki25475
29. maí08:0017:00Celebrity EclipseSundabakki28521271
09:0018:00AmadeaSundabakki594292
30. maí08:0018:00AuroraSundabakki1868816
Auglýsing

Flateyri: Walvis og Vestfirsk Flateyri fái 400 tonna byggðakvóta

Tindur ÍS í Flateyrarhöfn. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Aflamarksnefnd Byggðastofnunar leggur til að 400 tonna byggðakvóta til Flateyrar næstu fimm ár verði úthlutað til Walvis ehf í samstarfi við Tjaldtanga ehf, sem fái árlega 200 tonn og Vestfirsk Flateyri ehf ásamt samstarfsaðilum, sem einnig fái 200 tonn á ári.

Auk þess sótti ÍS 47 ehf um en aflamarksnefndin leggur til að umsókn þess verði hafnað.

Tillaga aflamarksnefndar fer fyrir stjórn Byggðastofnunar á fimmtudaginn. Bæjarráð Ísafjarðarbæjar fékk tillöguna til umsagnar og bókaði í gær að það gerði ekki athugasemdir við tillöguna.

Í minnisblaði aflamarksnefndar kemur fram að umsóknirnar þrjár voru metnar á grundvelli tiltekinna matsþátta. Fékk umsókn ÍS 47 38,5 stig, umsókn Vestfirsk Flateyri fékk 57,9 stig og Walvis og Tjaldtangaumsóknin fékk 60,2 stig.

Í niðurstöðu minnisblaðsins segir:

„Samkvæmt ofangreindu fengu umsóknir Vestfisks ehf. og sameiginleg umsókn Walvis ehf. og Tjaldtanga ehf. álíka mörg stig. Báðir umsækjendur eru með starfsemi á Flateyri og er úthlutun til þeirra til þess fallin að styrkja starfsemi þeirra og þar með byggðafestu á Flateyri. Rök hníga því til þess að skipta því aflamarki sem er til ráðstöfunar jafnt á milli þessara aðila en hafna umsókn Ís 47 ehf. þar sem sú umsókn hlaut mun færri stig.“

Auglýsing

Verkvest: Finnbogi áfram formaður

Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður Verkvest.

Aðalfundur Verkalýðsfélags Vestfirðinga var haldinn 28. apríl sl. a Ísafirði. Finnbogi Sveinbjörnsson var endurkosinn formaður til næstu tveggja ára. Bergvin Eyþórsson er varaformaður, Kolbrun Sverrisdóttir gjaldkeri og Guðrún Sigríður Matthíasdóttir ritari.

Auk þeirra eru formenn deilda félagsins í stjórninni. Þeir eru:

Gunnhildur B. Elíasdóttir – Almenn deild SGS

Hlynur S. Kristjánsson – Opinber deild SGS

Margrét J. Birkisdóttir – deild Verslunar- og skrifstofufólks LÍV

Sævar K. Gestsson – Sjómannadeild SSÍ

Viðar Kristinsson – Iðnaðardeild Samiðn

Auglýsing

Bolvíkingafélagið : aðalfundur í dag

Kaffinefndin öfluga í Bolvíkingafélaginu. Mynd: Kristján B. Ólafsson.

Aðalfundur Bolvíkingafélagsins í Reykjavík verður haldinn í dag, þriðjudaginn 6. maí 2025 kl. 17. Fundarstaður: Siglingaklúbburinn Ýmir, Naustvör 14, Kópavogi.

Ætlunin er að senda fljótlega út rukkun árgjalds ársins 2025 alls kr. 3.000,-

Unnið er að útgáfu Brimbrjótsins og allir félagar fá blaðið í pósti.

Þeir sem vilja ganga í félagið sendi nafn og kennitölu á netfangið kbo@simnet.is eða sms á 892 9200 og við bætum ykkur á félagalistann.

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í stjórn eða starfi félagsins eru hvattir til þess að hafa samband við formann. Það vantar alltaf nýja og ferska liðsmenn.

Félagið verður 80 ára á næsta ári og stefnt er að því að halda upp á þau tímamót.

Í stjórn félagsins eru nú :

Kristján B Ólafsson s: 8929200

Ósk Gunnarsdóttir

Oddný Jóhannsdóttir

Ingólfur Hauksson

Sæbjörn Guðfinnsson

Auglýsing

Nýjustu fréttir