5. og 6. maí komu góðir gestir í Árneshrepp þar sem stjórn og starfsfólk Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða komu heimsóttu ferðaþjóna á væðinu og héldu fund með áhugasömum íbúum í Árneshreppi og kynntu starfsemi sjóðsins.
Einig fóru þau yfir þau verkefni sem unninn hafa verið á síðustu árum, það er göngustíg niður að Kistuvog þar sem galdrabrennur voru til forna. Stígurinn er einstaklega vel heppnaður með listaverkum úr rekavið unnið af Guðjóni Kristinnssyni frá Dröngum.
Einnig skoðuðu þau útsýnispall við Norðurfjarðarhöfn og svæðið þar um kring sem hefur tekið miklum stakkaskiptum.
Ungmennafélagið Leifur heppni fékk nú úr síðustu úthlutun styrk að upphæð 13,3 milljónir kr. til að gera göngustíg að Krossneslaug og útsýnispall ofan við laugina. Krossneslaug er hluti af áfangastaðaáætlun Vestfjarða.
Stokkar og steinar sf fékk styrk að upphæð 8,5 milljónir kr. Styrkurinn felur í sér stækkun á bílastæði við Kistuvog. Allur frágangur mun taka mið af umhverfinu með grjóthleðslum og renna inn í aðliggjandi landslag. Kistuvogur er hluti af áfangastaðaáætlun Vestfjarða og er mikið sóttur af ferðamönnum.
Guðjón Kristinson mun sjá um bæði þessi verkefni enda einstakur hagleiksmaður.