Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur býður í kaffi í félagsheimilinu í dag í tilefni af 1. maí.
Tónlistarskóli Bolungavíkur og kvennakór Ísafjarðar koma fram.
Dagskráin hefst kl 14:30.
Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur býður í kaffi í félagsheimilinu í dag í tilefni af 1. maí.
Tónlistarskóli Bolungavíkur og kvennakór Ísafjarðar koma fram.
Dagskráin hefst kl 14:30.
Trjónukrabbi er með perulaga skjöld, hann er breiðastur aftan til og mjókkar fram í tvískipta trjónu. Skjöldurinn er 4–9 cm breiður. Augun standa á stuttum stilkum og eru í kverkum sitt hvorum megin framan til á trjónunni. Stuttir fálmarar koma úr skildinum rétt fram við augun og ná lítið eitt fram fyrir trjónuna. Skjöldurinn er ósléttur og hnúðóttur meðfram köntunum. Undan skildinum að aftan kemur flatur hali sem liggur undir dýrið og liggur þétt fram með kviðnum. Hjá kvendýrinu er halinn hringlaga en hjá karldýrunum eru hliðarlínurnar inndregnar.
Trjónukrabbinn hefur fjögur pör af gangfótum sem eru lengri en skjöldurinn. Framan við ganglimina eru tvær griptengur sem eru styttri en gildari en fæturnir og enda í sterklegri kló. Trjónukrabbinn er brúnn eða rauðbrúnn á litinn að ofan en nærri hvítur að neðan.
Við Ísland er trjónukrabbi algengur við alla landshluta. Hann lifir á klappar-, grjót- og sandbotni frá lágfjörumörkum niður á 200 m dýpi en er algengastur grynnra en á 50 m dýpi.
Trjónukrabbinn hefur fjölbreyttan matseðil. Stór hluti af fæðu hans eru þörungar en hann étur einnig önnur dýr eins og sæfífla og fleira. Hann étur einnig hræ ef hann nær í.
Eftir að trjónukrabbinn hefur myndað um sig skel stækkar hún ekki. Á meðan hann er að vaxa þarf hann því oft að skipta um skel og myndar þá utan um sig stærri og stærri skel. Þegar ný skel myndast utan um líkamann blæs hann sig út svo að skelin verði vel við vöxt.
Mökun fer fram þegar kvendýrin skipta um skel. Karlinn velur sér kvendýr sem hann heldur þar til hún fer í skelskipti og getur þurft að bíða í nokkrar vikur eftir því. Kvendýrin hrygna svo eggjum sem festast undir halanum á kviðnum. Þar eru þau þar til þau klekjast út. Þá skríða út lirfur sem fara upp undir yfirborð og hafast við í svifinu um nokkurra mánaða skeið áður en þær setjast á botninn aftur. Meðan lirfurnar eru í svifinu stækka þær og breytast talsvert í útliti í hvert skipti sem þær hafa skelskipti. Það er fyrst eftir að þær setjast á botn að þær fara að líkjast foreldrunum.
Trjónukrabbinn nefnist skrautkrabbi á dönsku. Þá nafngift hefur hann fengið af því að skjöldurinn á ungum trjónukröbbum er oft þakinn ásætudýrum og þörungum svo að erfitt getur verið að koma auga á hann innan um botngróðurinn. Trjónukrabbinn skreytir sig sjálfur þannig að hann slítur þörunga og dýr af botninum með gripklónni og ber að munni. Þar framleiðir hann lím sem hann ber á fenginn og festir síðan á bakið.
Af vefsíðunni haf og vatn
Hin árlega Hlaupahátíð á Vestfjörðum verður haldin dagana 18. – 19. júlí 2025.
Í ár verður hátíðin með breyttu sniði en einblínt verður á kjarna Hlaupahátíðarinnar, hlaupin.
Keppnisgreinar fyrri dagsins eru nýjustu hlaup hlaupahátíðarinnar, annars vegar 7 km utanbrautarhlaup þar sem hlaupið er frá gönguskíðasvæðinu á Seljalandsdal og niður í miðbæ Ísafjarðar og hinsvegar hið nýja 15 km Óshlíðarhlaup sem byggir á eldra hlaupi með sama heiti. Þar er hlaupið milli bæjarfélaga, þ.e. frá Bolungarvík til Ísafjarðar, um aflagða veginn um Óshlíð sem fyrir 2010 var eina samgönguleiðin á landi milli þessara tveggja bæjarfélaga, og endað í miðbæ Ísafjarðar.
Seinni daginn geta hlauparar notið hinnar sívinsælu Vesturgötu og að venju er hægt að velja um hálfa (10 km), heila (24 km) eða tvöfalda Vesturgötu (45 km).
Sunnudaginn 20. júlí býður íþróttafélagið Höfrungur á Þingeyri upp á 2 og 4 km skemmtiskokk í tilefni 120 ára afmælis íþróttafélagsins. Hlaupið hefst kl. 11 frá kirkjunni á Þingeyri.
17:30: 15 km Óshlíðarhlaup
18:00: 7 km Utanbrautarhlaup
08:00: Tvöföld Vesturgata 45 km
11:00: Heil Vesturgata 24 km
13:00: Hálf Vesturgata 10 km
Verðlaunafhending á Sveinseyri
11:00: 2 og 4 km skemmtiskokk á vegum íþróttafélagins Höfrungs á Þingeyri
Ræst frá kirkjunni á Þingeyri.
Skráning á www.hlaupahatid.is.
Nýsköpunarfyrirtækið Alda öryggi býður nú íslenskum smábátasjómönnum sérhannað öryggisstjórnunarkerfi fyrir smábáta endurgjaldslaust. Um er að ræða lausn sem nútímavæðir, auðveldar og einfaldar allt utanumhald öryggismála hjá smábátasjómönnum á stafrænan máta.
Smáforritið nefnist Aggan og hefur þróun hennar verið í náinni samvinnu við Siglingaráð, Landssamband smábátaeiganda og Samgöngustofu í tæp tvö ár. Smábátasjómenn geta nálgast forritið á heimasíðu Öggunar.
Forritið heldur öllum upplýsingum er varðar öryggismál bátsins á einum stað. Nú þegar útlit er fyrir að margir aðilar bætast við á strandveiðum er rétt að benda mönnum á þetta öryggistæki.
Styrktarsjóður Hafna Ísafjarðarbæjar hefur nú úthlutað styrkjum í annað sinn en úthlutunarnefnd lauk störfum fyrr í vikunni.
Í ár hafði sjóðurinn yfir 8.000.000 að ráða til úthlutunar sem er þriggja milljóna króna aukning frá fyrra ári.
Mikil ásókn var í sjóðinn, en 61 umsókn barst þar sem sótt var um fyrir rúmar 36 milljónir króna en á síðasta ári voru umsóknir 22.
Breytingar urðu á úthlutunarreglum á milli ára en í fyrra styrkti sjóðurinn aðeins viðburði, en í ár var einnig hægt að sækja um vegna samfélags- og fegrunarverkefna, flestar umsóknir voru þó á sviði viðburða.
Úthlutunarnefnd mat umsóknir og í kjölfarið var ákveðið að veita eftirfarandi 38 verkefnum styrk:
Styrkir í flokki viðburða
Götuveislan á Flateyri (Bjsv. Sæbjörg er fjárhirðir) | Götuveislan á Flateyri 2025 | viðburður | 300,000 |
kol og salt ehf | Samtímalist á Ísafirði – reglulegar leiðsagnir og bæklingur | viðburður | 300,000 |
Nefnd Dýrafjarðardaga | Dýrafjarðardagar | viðburður | 300,000 |
Árni Heiðar Ívarsson | Trúbadorar á torginu | viðburður | 300,000 |
Jóngunnar Biering Margeirsson | Tónar úr torfbænum – á Dokkunni Brugghúsi | viðburður | 300,000 |
Sandra/Snadra ehf | Rythmískar tvíhliða teikningar | viðburður | 250,000 |
Lýðskólinn á Flateyri | Græjum þetta! – Viðgerðarhátíð Flateyrar | viðburður | 240,000 |
Við Djúpið, félag | Tónlistarhátíðin Við Djúpið | viðburður | 200,000 |
Act alone | Act alone á Suðureyri 2025 | viðburður | 200,000 |
Hákon Ari heimisson | íshátið Gadds | viðburður | 200,000 |
Katla Vigdís Vernharðsdóttir | Sjómannadagurinn á Suðureyri | viðburður | 200,000 |
Steingrímur Rúnar Guðmundsson | Íslenskir tónar í Neðsta með Denna | viðburður | 200,000 |
Edinborgarhúsið | Jazzhátíð í ágúst | viðburður | 200,000 |
The Pigeon International Film Festival | The Pigeon International Film Festival | viðburður | 200,000 |
María Lárusdóttir | Steinamálun | viðburður | 200,000 |
Kómedíuleikhúsið atvinnuleikhús Vestfjarða | Sumarleikhús Kómedíuleikhússins | viðburður | 200,000 |
Rajath Raj | Find the Gap ( working title) | viðburður | 200,000 |
Íris Ösp Heiðrúnardóttir | Bollafaktorían – útistúdíó | viðburður | 150,000 |
Byggðasafn Vestfjarða | Vestfirskir jólasveinar | viðburður | 150,000 |
Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir | Ótti umbreytist í skugga | viðburður | 150,000 |
Lýðskólinn á Flateyri | Blíðan – Sumarhátíð Lýðskólans á Flateyri | viðburður | 150,000 |
Greta Lietuvninkaitė | „Write it Out: A writing session with local authors“ | viðburður | 110,000 |
Edinborgarhúsið | Afmælissýning Slunkaríkis | viðburður | 100,000 |
Byggðasafn Vestfjarða | Gömlu jólalögin | viðburður | 100,000 |
Jóngunnar Biering Margeirsson | Útgáfutónleikar Hljómóra í Hömrum | viðburður | 100,000 |
Andri Pétur Þrastarson | Gosi – Tónleikar | viðburður | 100,000 |
Styrkir í flokki fegrunarverkefna
Blómahornið blómaskreytingarþjónusta | Blómasæti Ísafjarðar | fegrunar | 600,000 |
Heiðrún Ólafsdóttir | Ljóðvarnargarðar | fegrunar | 500,000 |
Litla netagerðin | Litla netagerðin og litaleiðin – tenging hafnar, lista og samfélags | fegrunar | 250,000 |
Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir | Speglar þorpsins | fegrunar | 200,000 |
Fjólubláa Húfan ehf. | Merking Norðurpólsins | fegrunar | 100,000 |
Styrkir í flokki samfélagsverkefna
Leiklistarhópur Halldóru ehf | Leiklistarnámskeið fyrir börn | samfélags | 250,000 |
Björgunarsveitin Dýri | Endurnýjun björgunarbíls | samfélags | 200,000 |
Litla netagerðin | List án landamæra í litlu netagerðinni | samfélags | 200,000 |
Sunna Reynisdóttir | Ungbarnaróla í Minningargarðinn | samfélags | 200,000 |
Litli leikklúbburinn | Litli leikklúbburinn | samfélags | 150,000 |
Leikfélag Flateyrar | Leiklistarnámskeið á Flateyri | samfélags | 150,000 |
Íþróttafélagið Grettir | Uppfærsla á búnaði til æskulýðsstarfs og lýðheilsueflingar | samfélags | 100,000 |
Nú þegar sumarið hefst, er tími til að njóta náttúrunnar og fegurðar landsins. Sólin skín, dagar lengjast, og fólk fer að njóta útiveru. Þetta er tíminn fyrir fjölskyldufundi og samveru.
Samvera er ómetanleg þegar kemur að því að byggja upp tengsl og félagslegan stuðning. Með því að eyða tíma með fjölskyldu og vinum styrkjum við sambönd okkar og sköpum dýrmæt minningar. Samvera eykur gleði, dregur úr streitu og bætir andlega heilsu. Í gegnum samveru lærum við að deila reynslu, hugmyndum og tilfinningum, sem stuðlar að betri skilningi og samkennd. Þetta er sérstaklega mikilvægt í nútímasamfélagi þar sem einangrun getur verið algeng. Að njóta samveru skiptir máli fyrir þróun persónuleika okkar og eflir samfélagið í heild.
Tölum saman á íslensku
Félagsmálaráðuneytið stendur fyrir vitundarvakningu um félagslega einangrun undir yfirskriftinni Tölum saman Með því vilja stjórnvöld vekja athygli almennings á því hve alvarleg félagsleg einangrun getur verið og hvernig við getum öll verið hluti af lausninni.
Félagsleg einangrun hefur aukist hjá mörgum hópum. Fólk á mismunandi aldurskeiðum, aðstæðum og uppruna. Átakið Tölum saman talar vel inn í verkefnið Gefum íslensku séns. Þar sem markmiðið er að rífa niður múra og inngilda nýbúa inn í íslenskt samfélag. Við getum horft á íslenska fjölskyldu sem hóar saman vinum og fjölskyldumeðlimum til að grilla og njóta samveru. Hluti af hópnum er fólk sem hefur annað móðurmál en íslensku og þarf að hafa sig alla við til að fylgjast með samtali hópsins. Það er sameignleg ábyrgð hópsins að hafa alla með í samtalinu.
Almannakennari
Við erum öll almannavarnir fengum við oft að heyra í heimsfaraldri. Bárum ábrygð á okkar öryggi og einnign öryggi þeirra sem við umgengumst. Þetta hugtak á einnig við um þegar við inngildum fólk með annað móðurmál en íslensku inn í íslenskt samfélag. Þá gerumst við öll almannakennarar sem þess að tala saman á íslensku. Með því aukum við þátttöku allra í samfélaginu og rjúfum einangrun.
Gefum íslensku séns fagnar átakinu. Tölum saman og hvetur til þess í íslenska sumrinu.
Halla Signý Kristjánsdóttir
Eldisfiski er landað til slátrunar í þremur höfnum landsins, á Bíldudal, í Bolungavík og á Djúpavogi.
Í Bolungavík var gerður skriflegur samningur milli eldisfyrirtækja og kaupstaðarins um hafnagjöldin þar sem kveðið er á um fjárhæð aflagjalds samkvæmt upplýsingum frá Jóni Páli Hreinssyni, bæjarstjóra.
Dagmar Ýr Stefánsdóttir, bæjarstjóri í Múlaþingi staðfestir að í gildi sé samkomulag um aflagjaldið af eldisfiski og sé það byggt á sameiginlegu mati á verðmæti eldislax við bryggjukant og leggist það út á 6.510.- iskr á tonn.
Aðeins í Vesturbyggð var deilt um aflagjaldið. Þar setti sveitarfélagið gjaldskrá og innheimti. Gjaldið var hækkað í byrjun árs 2020 og mótmæltu eldisfyrirtækin hækkuninni. Arnarlax neitaði að greiða hana og höfðaði Vesturbyggð mál á hendur Arnarlax. Bæði Héraðsdómur Vestfjarða og Landsréttur dæmdu að ekki hefði verið lagastoð fyrir því að leggja aflagjald á eldisfisk og tapaði Vesturbyggð því málinu. Ekki var leitað eftir áfrýjun til Hæstaréttar og er því málinu lokið fyrir dómstólum.
Gerður B. Sveinsdóttir, bæjarstjóri í Vesturbyggð kom á fund stjórnar Hafnasambands Íslands í lok mars, þegar dómur Landsréttar lá fyrir og gerði grein fyrir niðurstöðu Landsréttar í máli Vesturbyggðar
gegn Arnarlaxi sem varðar gjaldtöku á aflagjaldi af eldislaxi.
Í fundargerð segir að „í máli Gerðar kom fram að dómurinn geti haft víðtæk áhrif á aðrar hafnir og almenna gjaldtöku hafna.“
Bæjarins besta hefur óskað eftir því að Gerður skýri þessi ummæli sín, þar sem ekki verður séð að dómurinn hafi nein áhrif í öðrum höfnum þar sem eldisfiski er landað til slátrunar. Svör hafa ekki borist.
Björn Hembre, forstjóri Arnarlax sagði á Bæjarins besta þegar niðurstaða Landsréttar lá fyrir að Arnarlax vildi að sjálfsögðu greiða fyrir þá þjónustu sem félagið þiggur og hefði ítrekað á undanförnum árum óskað eftir samningi við sveitarfélagið um eðlilegt endurgjald.En þrátt fyrir viðleitni Arnarlax til að semja hafi sveitarfélagið ekki fallist á sanngjarnar tillögur Arnarlax í þeim efnum.
Sveitarfélagið birti yfirlýsingu þar sem fram kom að það hefði ekki hafnað því að gerður yrði samningur en að forsendur samnings væru að Arnarlax geri grein fyrir framtíðaráformum sínum á svæðinu.
Alls bárust 316 tonn af bolfiski að landi í Patrekshöfn í mars. Allur afli var fenginn á línu.
Núpur BA fór sjö veiðiferðir og landaði samtals 315 tonnum. Auk hans fór Sindri BA eina veiðiferð og kom með 1 tonn að landi.
Á Suðureyri var einnig gert einvörðungu út á línu í marsmánuði. Þar var Einar Guðnason ÍS langaflahæstur með 199 tonn í 17 róðrum.
Hrefna ÍS var með 56 tonn í 7 róðrum og Eyrarröst ÍS með 17 tonn í fimm róðrum.
Tveir bátar til viðbótar lönduðu afla í mánuðuinum, Viktoría ÍS var með 2,2 tonn og Straunmnes ÍS með 1,6 tonn, hvor bátur í einum róðri.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt að skipuð verði þriggja manna nefnd um byggingu slökkvistöðvar í Skutulsfirði. Í nefndinni verði bæjarstjóri og tveir starfsmenn slökkviliðsins.
Í erindisbréfi fyrir nefndina segir að :
Meginhlutverk nefndar um byggingu slökkvistöðvar er eftirfarandi:
Setja upp tímasetta verkáætlun vegna hönnunar og byggingar slökkvistöðvar.
Yfirfara þarfagreiningu nýrrar slökkvistöðvar, m.t.t. þarfa sveitarfélagsins og lögbundinnar aðstöðu slökkviliðs.
Yfirfara tillögur sérfræðinga að byggingu , m.t.t. hugmynda að hönnun húss og skipulagi í kringum áætlaðan byggingarstað.
Gera tillögu um hönnun, byggingu, útboð og áfangaskiptingu verksins ásamt kostnaðaráætlun.
Vera embættismönnum og bæjarstjórn til ráðgjafar varðandi allt það sem snýr að byggingu slökkvistöðvar.
Nefndin fylgir verkefninu eftir á byggingartíma og skal haga ákvörðunum og tillögum varðandi einstaka verkþætti og byggingu hússins í heild með hliðsjón af fjárhagsáætlununum bæjarstjórnar hverju sinni.
Þá var bæjarstjóra falið að að útbúa viðauka við fjárhagsáætlun ársins vegna málsins og leggja fram til samþykktar á næsta fundi bæjarráðs.
Vestri og FH hafa komist að samkomulagi um að Arnór Borg Guðjohnsen gangi til liðs við Vestra á láni frá FH út þetta keppnistímabil. Vestri á forkaupsrétt á leikmanninum eftir að lánstíma líkur.
Arnór, sem er 24 ára gamall sóknarmaður, hefur komið við sögu í fjórum leikjum með FH á þessari leiktíð. Hann kom til FH frá Víkingi fyrir tveimur árum og hefur skorað tvö mörk með liðinu.
Vestri hefur einnig bætt við sig senegalska miðjumanninum Abdourahmane Diagne en hann er 19 ára gamall, örvfættur miðjumaður.
Báðir eru komnir með leikheimild fyrir leikinn gegn ÍBV, sem fram fer næstkomandi sunnudag í Vestmannaeyjum.