Mánudagur 5. maí 2025
Heim Blogg Síða 217

Kaldalón: viðgerð lokið og vegurinn fær

Veiðileysukleif.

Vegagerðin á Hólmavík hefur lokið viðgerð á veginum um Kaldalón sem lokaðist við ána Mórillu um helgina. Gunnar Númi Hjartarson, yfirverkstjóri sagði í samtali við Bæjarins besta minna tjón hefði orðið á veginum nú en varð í fyrra. Skemmdirnar urðu einkum við varnargarð sem við ána. Gunnar sagði að ætlunin væri að gera frekari lagfæringar í haust þegar minna vatn væri í ánni.

Þá er vegurinn norður í Árneshrepp opinn öllum bílum og viðgerð á veginum í Veiðileysukleif og í Reykjafirði væri lokið að sinni. Fært er öllum bílum , líka þeim sem eru með aftanívagn.

Þegar þornað hefur verður vegurinnn skemmdir urðu heflaður og sett möl í hann.

Gunnar Númi Hjartason.

Auglýsing

Harmonika á Byggðasafni Vestfjarða

Hvít 5 raða hnappaharmonika af gerðinni HERFELD & COMP., 100 nótur í diskant og 120 í bassa, 5 kóra og 1 skipting. Framleidd í Þýskalandi.

Mjög fallegt hljóðfæri og mikið skreytt.  Mikið uppgerð, en ekki spilhæf.

Daníel Rögnvaldsson lék á þessa harmoniku á dansleikjum á Ísafirði og nágrenni árum saman. Daníel var þekktur og vinsæll harmonikuleikari hér við Ísafjarðardjúp.

Harmonikan er gefin af afkomendum Daníels Rögnvaldssonar í minningu feðganna Daníels Rögnvaldssonar og Hauks Daníelssonar.

Af sarpur.is

Auglýsing

Sauðfjársetrið vantar safnstjóra

Auglýst er eftir safnstjóra á Sauðfjársetur á Ströndum sem er staðsett í félagsheimilinu Sævangi, 12 km sunnan við Hólmavík.

Sauðfjársetrið er eitt minnsta viðurkennda safn landsins, en vel þekkt fyrir öflugt starf, góð tengsl við samfélagið, fjölbreytt viðburðahald og margvísleg menningarverkefni.

Safnið var í apríl á þessu ári  tilnefnt til Íslensku safnaverðlaunanna 2024 fyrir samfélagslega nálgun í safnastarfi. Einnig voru tilnefnd Listasafn Íslands, Listasafn Reykjavíkur, Gerðarsafn og Þjóðminjasafn Íslands.

Safnið er sjálfseignarstofnun með þriggja manna stjórn og starfar safnstjóri í umboði stjórnar.

Í Sævangi er fastasýning safnsins, sérsýningar, kaffistofa með margvíslegum veitingum og minjagripabúð. Sauðfjársetrið er í senn safn, ferðaþjónustuaðili og mikilvæg menningarmiðstöð á Ströndum.

Óskað er eftir glaðværum dugnaðarforki með leiðtogahæfileika og mikla þjónustulund. Mikilvægt er að viðkomandi sé lausnamiðaður og viljugur til að ganga í öll verk, eftir því sem þörf krefur.

Safnstjóri Sauðfjársetursins er allt í öllu í starfi safnsins, eini starfsmaðurinn yfir vetrartímann, en viðbótar starfsfólk er ráðið í gestamóttöku yfir sumarið og afmörkuð verkefni ef fjármögnun þeirra leyfir. Safnstjórinn þarf að eiga auðvelt með að fá annað fólk í lið með sér, til að halda uppi stemmningunni.

Auglýsing

Sögurölt í Bakkadal

Sjötta sögurölt sumarsins verður fimmtudaginn 8. ágúst kl. 19 í Bakkadal, í hinum forna Geiradalshreppi. Gengið verður frá Heiðabrekkunum að Tröllatunguheiði fram að Stórafossi í Bakkadalsá.

Öll leiðin er um 2 km á jafnsléttu eftir götum og ætti að henta flestum. Til að komast að Tröllatunguheiði er farinn Geiradalsvegur nr. 605 og beygt fram Bakkadal austan Bakkaár. Tvö hlið eru á leiðinni sem eiga að vera lokuð.

Sögumaður er Valdís Einarsdóttir héraðsskjalavörður með aðstoð heimamanna.

Söguröltin eru samstarfsverkefni safnanna í Dölum og á Ströndum.

Auglýsing

1.060 milljónir í húsnæðisstuðning til leigjenda

HMS greiddi rúmar 1.060 milljónir króna í húsnæðisstuðning til leigjenda þann 1. ágúst 2024.

Um 1.040 milljónir króna voru vegna leigu í júlí, en þar af voru 163 milljónir greiddar til stuðnings fyrir Grindvíkinga.

Um þrjár tegundir af stuðningi er að ræða, sértækan stuðning fyrir Grindvíkinga, húsnæðisbætur og sérstakan húsnæðisstuðning fyrir Kópavog og Skagafjörð.

HMS ber ábyrgð á greiðslu sérstaks húsnæðisstuðnings til Grindvíkinga frá því að úrræðið tók gildi í desember á síðasta ári. Stuðningnum er ætlað að styðja við Grindvíkinga vegna náttúruhamfara sem hafa leitt til þess að íbúar Grindavíkur hafa þurft að yfirgefa heimili sín. HMS greiðir stuðninginn til þeirra íbúa sem hafa neyðst til að leigja húsnæði til íbúðar utan Grindavíkur og er greiddur mánaðarlega. Alls voru tæpar 170 milljónir króna greiddar til um 734 umsækjenda en þar af voru 163 milljónir króna vegna júlímánaðar.

Húsnæðisbótum er ætlað að styðja tekju- og eignalága einstaklinga vegna leigu á íbúðarhúsnæði og eru þær greiddar mánaðarlega. Heildargreiðsla húsnæðisbóta nam rúmlega 870 milljónum króna til 15.904 umsækjenda og þar af voru 854 milljónir króna vegna leigu í júlímánuði.

HMS greiðir einnig sérstakan húsnæðisstuðning fyrir sveitarfélögin Skagafjörð og Kópavog sem hluti af tilraunaverkefni stjórnvalda. Sérstakur húsnæðisstuðningur er á forræði sveitarfélaganna og felur í sér aukinn stuðning við þá sem sökum fjárhagslegra- eða félagslegra aðstæðna eiga erfitt með að standa straum af húsnæðiskostnaði. Greiddar voru alls 23 milljónir króna til 929 umsækjenda í Kópavogi og 76 umsækjenda í Skagafirði.

Auglýsing

Skálavík: fjölmennt um verslunarmannahelgina

Skálavík utan Bolungavíkur er vinsælt útivistarsvæði og sumarbústaðaland. Þar var áður búið á allnokkrum bæjum en víkin fór í eyði á sjöunda áratug síðustu aldar. Enn eru þar margir sumarbústaðir og húsum haldið við húsnæði á gömlum bæjum.

Um verslumarnannahelgina var fjömennt í Skálavíkinni og kom fólkið saman á laugardagskvöldinu og skemmti sér saman með leik og söng.

Ætla má að um 100 manns hafi verið í Skálavíkinni um helgina.

Veðrið var fremur þungbúið á laugardagskvöldinu.

Varðeldur í fjörunni.

Bræðurnir Hafþór og Bæring Gunnarssynir verja miklum tíma í Skálavík.

Myndir: Kristinn H. Gunnarsson.

Auglýsing

Kerecisvöllurinn: Vestri fær ÍA i heimsókn í dag

Skagamenn koma í heimsókn vestur í dag og leika við karlalið Vestra í Bestu deildinni á Kerecis vellinum á Torfnesi Ísafirði. Leikurinn hefst kl 18.

Fyrir leik mun Arctic Fish, einn af aðalstyrktaðilum Vestra, bjóða upp á grillaðan lax á Murikka pönnu. Tilvalið að taka kvöldmatinn á vellinum og styðja svo Vestra til sigurs.

Breytingar hafa orðið á liði Vestra síðustu daga. Sveinn Sigurður Jóhannesson markvörður sem er nýkominn til félagsins, varð fyrir því óláni að slíta hásin á æfingu á mánudaginn og verður því frá út tímabilið. En Sveinn var fenginn til að fylla skarð Marvins Darra sem er að setjast á skólabekk.Til að fylla skarð Sveins hefur félagið samið við Benjamin Schubert frá Danmörku. Benjamin er 27 ára og með víðtæka reynslu úr fyrstu og annari deild í Danmörku og efstu deild í Færeyjum.

Þá er Tarik Ibrahimagić farinn.

Klásúla í samning Tariks við Vestra hefur verið virkjuð sem gerir félaginu ómögulegt að halda í þennan öfluga leikmann. Tarik kom til liðs við Vestra um mitt tímabil í fyrra og hjálpaði liðinu að komast upp í Bestu deildina.

Stefnan var að Tarik myndi klára tímabilið en því miður er raunin önnur. Samúel Samúelsson segir að full vinna sé farin í það að finna öfluga leikmenn og styrkja liðið fyrir lokaátökin.

Auglýsing

Fiskvinnslan Íslandssaga hf: hagnaður 64 m.kr.

Fiskvinnslan Íslandssaga hf. nemendur við Grunnskóla Ísafjarðar í heimsókn.

Fiskvinnslan Íslandssaga hf á Suðureyri var rekin með 64 m.kr. hagnaði á síðasta ári samkvæmt framlögðum ársreikningi fyrir 2023. Reiknaður tekjuskattur er 7 m.kr. og hagnaður að honum frádregnum er 57 m.kr.

Heildartekjur fiskvinnslunnar voru rúmir tveir milljarðar króna, 2.073 m.kr. Laun og tengdur kostnaður varð 430 m.kr. og stöðugildin 42.

Eignir félagsins voru bókfærðar um áramóin á 665 m.kr. og skuldir 538 m.kr. Eigið fé nam því 127 m.kr. og er eiginfjárhlutfallið 19%.

Stjórn félagsins segir í skýrslu sinni að rekstur síðasta árs hafi verið betri en árið á undan. Tekjur jukust um 22% og hagnaður jókst um 23,4 mkr. Stjórnendur telja horfur góðar og ef ekki kemur bakslag vegna utanaðkomandi atburða þá verði áframhaldandi bati í rekstri félagsins.

Hagnaður er yfirfærður til næsta árs og ekki verður greiddur arður til hluthafa.

Hluthafar eru þrír, Norðureyri ehf á 73%, Hvetjandi ehf 19% og Flugalda ehf 8%.

Stjórnina skipa Guðni Albert Einarsson, formaður, Jón Páll Hreinsson og Jón Þór Gunnarsson.

Auglýsing

Bolungavíkurhöfn: 623 tonna afli í júlí

Bolungavíkurhöfn í agúst 2024. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Fremur rólegt var yfir veiðum frá Bolungavíkurhöfn í júlímánuði, síðasta mánuð kvótaársins. Togarinn Sirrý ÍS var í slipp og línubátarnir Jónína Brynja ÍS og Fríða Dagmar ÍS voru ekki að veiðum.

Tveir dragnótabátar voru að veiðum. Ásdís ÍS landaði 121 tonni og Þorlákur ÍS 183 tonnum af bolfiski.

Strandveiðibátar voru margir sem lönduðu í Bolungavík og afli þeirra varð liðlega 300 tonn. Loks var nokkur afli á sjóstöng.

Auglýsing

Ólöf Arnalds og Skúli Sverrisson með tónleika í Steinshúsi

Ólöf Arn­alds og Skúli Sverrisson verða með tónleika í Steinshúsi sunnudaginn 11. ágúst kl. 15. Ókeypis aðgangur.
Ólöf Arn­alds hóf sól­ó­feril sinn með hinni róm­uðu „Við og við.“ Á erlendri grundu var „Við og við“ valin ein af bestu plöt­u­m árs­ins af Paste Mag­azine og eMusic valdi hana eina af bestu plötum fyrsta ára­tug­ar­ins. Ólöf hefur síðan gefið út plöt­urnar Inn­undir skinni, Sudden Elevation og Palme. Hún hefur leikið á tón­leikum víðs­vegar um Evr­ópu, Banda­ríkin og Ástr­alíu og komið fram í útvarpi og sjón­varpi. Fjöldi erlendra miðla hafa fjallað um Ólöf­u og verk henn­ar. Mætti þar nefna The New York Times, The Guar­di­an, Vanity Fair, Paste, BBC, KEXP og Uncut. Fimmta hljómplatan með lögum og ljóðum Ólafar er væntanleg vorið 2025. Ólöf hefur tvisvar unnið til Íslensku tónlistarverðlaunanna og verið tilnefnd til Norrænu Tónlistarverðlaunanna fyrir verk sín. Ólöf samdi nýja tónlist ásamt Skúla Sverrissyni við leikritið „Saknaðarilmur“ sem frumsýnt var á síðasta leikári Þjóðleikhússins og hlutu þau Grímuverðlaunin 2024 fyrir.
Skúli Sverrisson á að baki einstakan feril sem tónskáld, upptökustjóri og spunatónlistarmaður með breiðum hópi alþjóðlegra listamanna. Má þar nefna Blonde Redhead, Lou Reed, Allan Holdsworth, David Sylvian, Davíð Þór Jónsson, Trio Mediæval, Arve Henriksen, Báru Gísladóttur og Bill Frisell. Þá var hann náinn samstarfsmaður Laurie Anderson um árabil. Skúli hefur leikið á yfir 200 útgáfum. Hann hefur unnið til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir verk sín alls sjö sinnum og tvisvar verið tilnefndur til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs. Skúli hefur samið nýja tónlist fyrir Víking Heiðar Ólafsson, Sinfóníuhljómsveit Íslands og við dansverk Ernu Ómarsdóttur. Á sviði kvikmyndatónlistar hefur Skúli m.a. unnið að gerð tónlistar Hildar Guðnadóttur, Jóhanns Jóhannssonar og Ryuichi Sakamoto.

Auglýsing

Nýjustu fréttir