Laugardagur 3. maí 2025
Heim Blogg

Ísafjörður: Myndalottó – Safnahúsið okkar

100 ára afmæli Safnahússins við Eyrartún

2. maí – 17. júní 2025

Í tilefni 100 ára afmælis Safnahússins við Eyrartún bjóðum við öllum börnum og ungmennum, 18 ára og yngri, að taka þátt í Myndalottói! (Athugið: Fullorðnir mega einnig endilega skila inn verkum en verða utan við lottóútdráttinn.)

Hvernig tek ég þátt?

✏️ Sendu inn tvívíða mynd – teikningu, málverk eða stafræna mynd – sem túlkar Safnahúsið á einhvern hátt.

Hámarksstærð: A4.

Myndin þarf að vera vel merkt með nafni og fæðingarári þátttakanda.

📅 Innsendingarfrestur: til og með 1. júní 2025.

Skil á verkum:

Myndunum skal skila í umslagi merkt Myndalottó ásamt nafni þátttakanda, annað hvort í kassa í anddyri Safnahússins eða inn um póstlúgu hússins.

Aðstaða í safninu:

🎨 Í Safnahúsinu verður hægt að fá blöð og liti fyrir þá sem vilja vinna myndina sína á staðnum allan maímánuð. Aðstaða verður inn af sýningarsal safnsins á annarri hæð, við salernið.

Hvað gerist næst?

Öll þátttökuverk verða sýnd á gangi Safnahússins á afmælisdeginum, 17. júní 2025.

🎈 Þennan dag verður einnig fjölbreytt hátíðardagskrá í húsinu, með sýningaropnunum og viðburðum.

Verðlaun og viðurkenningar:

🏆 Fimm verðlaunaverk verða valin – eitt úr hverjum aldurshópi.

Útdráttur ræður hvaða verk vinna – þannig hefur hver þátttakandi jafna möguleika!

Allir þátttakendur fá þátttökuverðlaun sem afhent verða við sýningaropnunina 17. júní 2025.

Auglýsing

Bolvíkingafélagið í Reykjavík : aðalfundur 6. maí

Frá kaffi Bolvíkingafélagsins í Reykjavík sl. haust. Mynd: Kristján B. Ólafsson.

Aðalfundur félagsins verður haldinn þriðjudaginn 6. maí 2025 kl. 17. Fundarstaður: Siglingaklúbburinn Ýmir, Naustvör 14, Kópavogi.

Ingólfur gjaldkeri er fyrir löngu tilbúinn með uppgjörið. Tekjur eru umfram gjöld og eigið fé jákvætt.

Ætlunin er að senda fljótlega út rukkun árgjalds ársins 2025 alls kr. 3.000,-

Unnið er að útgáfu Brimbrjótsins og allir félagar fá blaðið í pósti.

Þeir sem vilja ganga í félagið sendi nafn og kennitölu á netfangið kbo@simnet.is eða sms á 892 9200 og við bætum ykkur á félagalistann.

Þá viljum við hvetja þá sem hafa áhuga á að taka þátt í stjórn eða starfi félagsins að hafa samband við formann. Það vantar alltaf nýja og ferska liðsmenn.

Okkur skilst reyndar að það sé svo gaman í kaffinefndinni að þar vilji engin hætta. Allar bíði þar spenntar eftir næsta kirkjukaffi. Mikið hlegið og mikið gaman á fundum nefndarinnar.

Núverandi stjórnarmenn eru tilbúnir til þess að halda áfram störfum en vitaskuld tilbúin að hleypa nýjum aðilum þar inn.

Minnum að síðustu á að félagið verður 80 ára á næsta ári og halda þarf upp á þau tímamót.

Kristján B Ólafsson 8929200

Ósk Gunnarsdóttir

Oddný Jóhannsdóttir

Ingólfur Hauksson

Sæbjörn Guðfinnsson

Auglýsing

Tungumálaskipti / Tandem – Pólska og þýska

Föstudaginn 9. maí næstkomandi eiga sér stað tungumálaskipti á bókasafninu. Aftur. Byrja leikar klukkan 16:45.

Í apríl var staðið að viðburði á Bókasafninu á Ísafirði. Viðburðurinn atarna fékk heitið tungumálaskipti. Hann fól ekkert blautlegt í sér. Mæting var góð. Ráð er því að halda áfram. Menntaskólinn á Ísafirði, Bókasafnið á Ísafirði og Háskóli Íslands áttu veg og vanda að uppákomunni og eiga hann aftur nú.

Í sem fæstum orðum fól viðburðurinn atarna í sér að fagna tungumálalegri fjölbreytni á norðanverðum Vestfjörðum og skapa vettvang fyrir fólk til að æfa sig í meðförum þess tungumáls sem það leggur stund á og það með móðurmálshafa eða einhverjum sem hefir málið mjög vel á valdi sínu. Slíkt skal ganga í báðar áttir.

Segjum sem svo að Jón vilji læra spænsku og Jose vilji læra íslensku þá geta þeir hist og skipst á málum. Þeir geta helgað einhverjum tíma spænsku og öðrum íslensku. Var þó ekki, og er ekki, um íslenskuátak að ræða þótt eðli málsins samkvæmt kunni flestir að bjóða upp á það mál og flestir að sækjast eftir því að æfa það. Báðir verða því svo að segja í hlutverki almannakennara (hugtak runnið undan rifjum Peter Weiss í tengslum við Íslenskuvænt samfélag á sínum tíma).

Í apríl var aðalfókusinn á spænsku og frönsku en var þó engu máli úthýst. Sama verður upp á tengingum núna nema hvað fókusinn verður á þýsku og pólsku.

Uppátækið fylgir þeirri einföldu hugmyndafræði að tungumál lærist ekki nema það sé æft og notað. Er því nálgunin náskyld þeirri sem finna má innan vébanda Gefum íslensku séns – íslenskuvænt samfélag enda er einn þeirra sem koma að tungumálaskiptunum sá hinn sami og stofnaði til Gefum íslensku séns og er jafnframt hugmyndasmiður þess.

Það tekur allajafna mikinn tíma að ná tökum á nokkru máli og felur það alltaf í sér nokkuð erfiði. En oftlega er vandasamasta verkið að finna æfingarfélaga. Tungumálaskiptin eiga að auðvelda það mál.

Auglýsing

Bolungavík: húsfyllir á 1. maí

Formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungavíkur er Hrund Karlsdóttir og hér leiðir hún móðurömmu sína Bjarneyju Kristjánsdóttur, sem komin er á tíræðisaldur.

Það var fullt hús í Félagsheimilinu í Bolungavík á 1. maí hátíðarhöldunum sem Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungavíkur stóð fyrir og ríflega það. Lætur nærri að húsið hafi verið tvísetið.

Kvennakór Ísafjarðar söng nokkur lög og nemendur Tónlistarskóla Bolungavíkur fluttu tónlistaratriði.

Boðið var upp á veglegar kaffiveitingar sem nemendur unglingastigsins í Grunnskóla Bolungavíkur sáu um.

Hvert sæti var skipað og margir stóðu þegar Bæjarins besta leit inn.

Kvennakór Ísafjarðar söng fyrir hátíðargesti.

Myndir: Kristinn H. Gunnarsson.

Auglýsing

Frístundasvæði í Dagverðardal : breyting

Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt breytingu á deiliskipulagi frístundasvæðis í Dagverðardal. Fyrirtækið Fjallasýn hefur fengið svæðið úthlutað.

Breytingin sem lögð er til felur í sér að fjórar lóðir breytist úr gulum (frístundalóðir) í appelsínugulan lit
(frístundalóðir til útleigu) og að fjórum lóðum verði breytt úr appelsínugulum (frístundalóðir til útleigu) í gulan (frístundalóðir). Hlutfallið milli gulu svæðanna (frístundalóðir) og appelsínugulu svæðanna
(frístundalóðir til útleigu) helst þar með óbreytt.

Samningur Fjallabóls og Ísafjarðarbæjar er frá 2022 og heimilar fyrirtækinu að reisa allt af 50 frístundahús á skipulagsreit I9 á Dagverðardal. Áætlað er að mannvirkin verði tilbúin eigi síðar en í október 2036.

Auglýsing

Vegið ómaklega að lögreglunni

Fullyrðingar Kristins Hrafnssonar hjá Wikileaks um að auðmenn ráði öllu sem þeir vilji á Íslandi og að lögreglan hér á landi þjóni þeim standast enga skoðun. Nægir í því sambandi að benda á þann fjölda auðmanna sem rannsakaðir hafa verið af lögreglunni, sóttir til saka og sakfelldir frá bankahruninu haustið 2008. Enn eru slík mál í gangi í dómskerfinu meira en 16 árum síðar og verið árum saman. Vægast sagt ómaklega er vegið að lögreglunni í þessum efnum.

Tilefnið er það að varðstjóri hjá lögreglunni hefur verið sakaður um að hafa þegið greiðslur fyrir að taka að sér njósnir sem athafnamaðurinn Björgólfur Thor Björgúlfsson er sagður hafa fjármagnað og beinzt að einstaklingum í málaferlum gegn honum. Hefur lögreglumaðurinn verið leystur frá störfum á meðan málið er rannsakað en ljóst er að hann tók að sér umrætt verk án vitundar yfirmanna sinna. Kýs Kristinn að dæma alla lögregluna fyrir vikið.

Væntanlega hefði Björgólfur Thor ekki þurft að fjármagna slíkar njósnir úr eigin vasa, ef rétt reynist, ef það væri á rökum reist að auðmenn eins og hann hefðu lögregluna í vasanum. Hvað þá að þurft hefði að ráða til þess einhvers konar málaliða; starfandi lögreglumann án vitneskju yfirmanna hans auk fyrrverandi lögreglumanna. Þá hefði væntanlega verið hægt að leita beint til lögreglunnar. Slíkar ásakanir í garð hennar standast alls enga skoðun sem fyrr segir.

Vegna skorts á málefnalegum rökum kýs Kristinn að tengja málið við rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á svonefndu byrlunarmáli. Vill hann meina að útgerðarfyrirtækið Samherji hafi þar fengið „auðsveipa þjónustu“ hjá lögreglunni til „pólitískra ofsókna gegn blaðamönnum.“ Hins vegar er deginum ljósara að full ástæða var til þess að rannsaka málið í ljósi þeirra alvarlegu ásakana sem settar voru fram um byrlun og þjófnað á farsíma þess sem byrlað var.

Rannsókn byrlunarmálsins tók nokkuð langan tíma einkum vegna þess að blaðamennirnir sem höfðu stöðu brotaþola í því, sem er hugsað þeim sem eru til rannsóknar til varnar enda fylgja því ákveðin mikilvæg réttindi, neituðu ítrekað að mæta í skýrslutöku. Með sömu rökum og Kristinn teflir fram, ef rök skyldi kalla, hafa áralöng málaferli ákæruvaldsins gegn ófáum auðmönnum í kjölfar bankahrunsins væntanlega verið pólitískar ofsóknir gegn þeim.

Vitanlega eiga allir borgara landsins að sitja við sama borð gagnvart ákæruvaldinu. Vonandi geta allir tekið undir það að ef borgari kærir til lögreglunnar að honum hafi verið byrluð ólyfjan sem hefði sett hann í lífshættu á meðan símanum hans hafi verið stolið til þess að afrita hann ætti hún að rannsaka málið. Það væri fyrst ámælisvert ef lögreglan hefði ekki rannsakað málið á þeim forsendum að meintur brotaþoli væri starfsmaður tiltekins fyrirtækis.

Málið var loks látið niður falla þrátt fyrir að ljóst þætti að verknaðurinn hefði átt sér stað. Ekki tókst hins vegar að sýna fram á það hver hefði afritað símann, hvernig og hver hefði afhent fjölmiðlum gögn úr honum að sögn lögreglunnar. Væri það rétt að auðmenn hefðu lögregluna í vasanum og réðu því sem þeir vildu hefði rannsókn málsins varla verið hætt. Lögreglunni ber einfaldlega skylda til þess að rannsaka mál sem kærð eru óháð því hverjir eigi í hlut.

Hjörtur J. Guðmundsson
Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur

Auglýsing

Veðrið í Árneshreppi í apríl

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík frá Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 21,0 mm. (í apríl 2024:21,9 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 1 dag.

Þurrir dagar voru 10.

Mestur hiti mældist þann 10:+14,0 stig.

Mest frost mældist þann 19:-2,9 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +3,9 stig.(í apríl 2024: +0,7 stig.)

Meðalhiti við jörð var -0,5 stig. (í apríl 2024: -2,2 stig.)

Alhvít jörð var í 1 dag.

Flekkótt jörð var í 11 daga.

Auð jörð var því í 18 daga.

Mesta snjódýpt mældist þann 1 og 2: 10.CM.

Yfirlit dagar eða vikur:

Frá 01 til 7 var hlýtt yfir daginn enn svalt á kvöldin og á nóttinni. Kalt var í þokunni Þ.8. Síðan var hlýtt aftur frá 9 og til 10.

Frá 11 voru norðlægar vindáttir með köldu veðri, él, slydda, snjókoma.

Það hlýnaði aðeins þ.24 og 25. Vel hlýtt var þ.26.

Þá Kólnaði aftur í norðan átt og þoku og súld.þ.27 og 28.

Vel hlýtt þ.29 enn svalara Þ.30.

Auglýsing

Fræðslufundur um málefni kirkju­garða

Boðað hefur verið til fundar þriðju­daginn 6. maí kl 15:00 í sal Mennta­skólans á Ísafirði um ýmis málefni er varða skipulag og umhirðu kirkju­garða og samvinnu kirkju­garðs­stjórna og sveita­fé­laga.

Fyrirlesarar: Ágústa Erlingsdóttir framkvæmdastjóri kirkjugarðaráðs og  Smári Sigurðsson framkvæmdastjóri Kirkjugarða Akureyrar.

Á fundinn eru boðaðir fulltrúar sveitafélaga á Vestfjörðum, kirkjugarðsstjórnir og  fulltrúar stærstu trúfélaga á svæðinu.

Fjallað verður um eftirfarandi atriði:

Almennt um kirkjugarða

Kirkjugarðasjóð

Tekjur og gjöld kirkjugarða

Umhirðu og grafartöku

Auglýsing

Meiri rækja við Snæfellsnes

Hafrannsóknastofnun leggur til í samræmi við nýtingarstefnu sem mun leiða til hámarksafraksturs til lengri tíma litið, að rækjuafli á svæðinu við Snæfellsnes frá 1. maí 2025 til 15. mars 2026 verði ekki meiri en 460 tonn. Þetta er aukning um 23% frá síðustu ráðgjöf, en veiðiálag hefur verið fyrir neðan kjörsókn (Fproxy) síðustu ár.

Stofnvísitala rækju hefur verið töluvert lægri á árunum 2017-2025 en á árunum 2008-2016. Vísitala ungrækju hefur verið lág frá árinu 2014. Lítið var af stærri þorski og ýsu (2 ára og eldri) en mikið hefur verið af 1 árs ýsu á svæðinu frá árinu 2020.

Auglýsing

Fjögur verkefni á Vestfjörðum fengu styrk

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra úthlutaði á miðvikudag úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fyrir árið 2025. Að þessu sinni hljóta 28 verkefni styrk úr sjóðnum. Heildarúthlutun er 553,2 milljónir króna og dreifast verkefnin um land allt.

Eins og áður hefur verið sagt frá fékk Ísafjarðarbær 33,536,976 kr í styrk til byggingar útsýnispalls á Flateyri.

Önnur verkefni sem fengu styrki á Vestfjörðum voru:

Ungmennafélagið Leifur heppni – Stígagerð og útsýnispallur við Krossneslaug
Kr. 11.382.000,- styrkurinn felst í smíði útsýnispalls, þar sem hægt er að virða fyrir sér
laugina og strandlengjuna ofan frá, auk lagningar nýs göngustígs niður að lauginni.
Markmið verkefnisins er að auka öryggi, aðgengi og náttúruvernd við Krossneslaug í
Árneshreppi.

Stokkar og steinar sf. – bílastæði við Kistuvog.
Kr. 8.546.675.- styrkurinn felur í sér stækkun á bílastæði. Allur frágangur mun taka mið
af umhverfinu með grjóthleðslum og renna inn í aðliggjandi landslag.

Remote Iceland ehf. – Hönnun og uppbygging brúarstæðis yfir Hallardalsá við
Goðafoss í Bjarnarfirði.
Kr. 2.000.000,- styrkur felst i að bæta við gönguleiðum með brú yfir ána, sem myndi
auka aðdráttarafl og draga úr slysahættu.

Auglýsing

Nýjustu fréttir