Föstudagur 9. maí 2025

Sótti göngumenn til Hornvíkur

Félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar voru kallaðir út um hádegið í gær vegna örmagna göngumanns í Hornvík. Björgunarskipið Gunnar Friðriksson var sent af stað til að ná í manninn. Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að á áfangastað hafi komið í ljós að auk þess göngumanns hafi annar verið tognaður á ökkla og tveir með laskað tjald og orðnir kaldir og blautir. Gunnar Friðriksson kom til Ísafjarðar um kvöldmatarleytið í gær.

Auglýsing

Nýtt á BB

Auglýsing

Fleiri fréttir