Þotan bauð lægst í grjótgarð í Bolungarvík

Hafnarsjóður Bolungarvíkurhafnar óskaði tilboða í verkið „Bolungarvík – Grjótgarður 2022“. Þar sem helstu verkþættir er

  • Útlögn grjóts og kjarna úr námu um 18.000 m3
  • Upptekt og endurröðun um 2.300 m3

Verkinu á að vera lokið eigi síðar en 30. september 2022.

Tvö tilboð bárust í verkið það lægra frá Þotunni í Bolungarvík að upphæð 105,787,200 kr og hitt var frá Grjótverki á Ísafirði og nam 108,468,950 kr.

Áætlaður verktakakostnaður var 86,914,005 kr

DEILA