Mánudagur 19. maí 2025

Sett verði upp fuglafæla á Suðureyri

Í minnisblaði verkefnastjóra á umhverfis- og eignasviði sem lagt var fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd Ísafjarðarbæjar kemur fram að kríuvörp í sveitarfélaginu eru sumum íbúum til ama, sérstaklega þar sem þau eru í og við byggð.

Á það fyrst og fremst við Tunguhverfi og byggðina innst á Suðureyri segir í minnisblaðinu.

„Sumarið 2023 var keypt kríufæla sem er staðsett í varpinu í Tunguhverfi. Fyrsta sumarið gekk erfiðlega að halda henni í gangi þar sem fælan var ítrekað tekin úr sambandi. Gerðar voru ráðstafanir til að hindra að fælan væri tekin úr sambandi og gekk rekstur hennar mun betur í fyrra. Erfitt er að meta árangur af fælunni. Íbúar í Tunguhverfi sögðu þó að minna hafi verið um kríu í fyrra en árið áður en aðrir þættir en fælan geta haft áhrif á það.“


Borist hefur ósk frá íbúum á Suðureyri að sambærileg fæla verði sett upp við neðanvert Sætún.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að sett verði upp fuglafæla á Suðureyri, sambærileg þeirri sem er í Tunguhverfi.

Málið fer nú til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Auglýsing
Auglýsing

Nýtt á BB

Auglýsing

Fleiri fréttir