Föstudagur 16. maí 2025

CCU samtökin í Neista á Ísafirði í dag

Í dag kl 15:00 mun CCU samtökin verða með vitundarvakningar viðburð í Neista. CCU samtökin eru fyrir fólk með bólgusjúkdóma í meltingarfærum, Cronh’s og Colitis Ulcerosa (sáraristilbólga). Það koma félagar úr stjórn samtakanna að sunnan og munu ásamt félögum hér fyrir vestan afhenda gestum og gangandi poka sem inniheldur glaðning ásamt fræðslu um sjúkdómana og samtökin. 

Sigríður Júlía bæjarstjóri mun mæta og taka við poka ca kl 15.15 – 15.30!

Þekking útrýmir fordómum og maí er alþjóðlegur vitundarvakningar mánuður sem nær hámarki 19. maí. Samtökin á Íslandi eiga 30 ára afmæli í ár og fara því út á landsbyggðina með þennan viðburð (Akureyri og nú Ísafjörð) en voru í Smáralind fyrir ári síðan.

Heimasíða samtakanna er ccu.is fyrir fleiri upplýsingar.

Auglýsing

Fleiri fréttir

Auglýsing

Fleiri fréttir