Miðvikudagur 14. maí 2025

HVEST: vantar ekki í 79 stöðugildi

Lúúðvík Þorgeirsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að misskilnings gæti i frétt Bæjarins besta um skort á fólki í störf við Hvest. Vitnað er þar í þarfagreiningu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, dags. 26. febrúar 2025, vegna ívilnana námslána til að bregðast við skorti á heilbrigðisstarfsfólki og þarfa íbúa heilbrigðisumdæmisins fyrir heilbrigðisþjónustu skv. mati stjórnanda Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.

flestar stöður mannaðar

„Það vantar ekki  79 stöðugildi á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Þetta er í raun ítarleg greining stofnunarinnar á því hversu marga sérfræðinga við þurfum til að full manna sérfræðistörf innan stofnunarinnar. Flestar þessar stöður eru þegar mannaðar. Erindið sem vísað er til varðandi Ísafjarðabæ snýst um aðkomu sveitarfélagsins að ívilnun námslána fyrir sérfræðinga hjá stofnuninni.

Samkvæmt lögum og reglugerðum ber heilbrigðisstofnunum heilbrigðisumdæma að leggja mat á þörf íbúa heilbrigðisumdæmisins fyrir heilbrigðisþjónustu og leggja fram áætlun um hvernig þeim þörfum verður mætt.“

Tildrög málsins eru þau að Heilbrigðisráðuneytið hvatti heilbrigðisstofnanir til að hafa frumkvæði að samtali við sveitarfélögin sem tilheyra viðkomandi heilbrigðisumdæmi, um möguleika á ívilnunum, og vísaði til þeirra greininga og áætlana sem heilbrigðisstofnanir gera samkvæmt 16. gr. reglugerðar nr. 1111/2020.

verulegur skortur

Í bréfi Ísafjarðarbæjar dags. 28. apríl 2025 til Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytisins segir eftirfarandi:

Samkvæmt greiningu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða (HVEST), dags. 26. febrúar 2025, er verulegur skortur á eftirfarandi heilbrigðisstéttum á svæðinu:
 Heimilislæknar: 5 stöðugildi
 Lyflæknar: 2 stöðugildi
 Skurðlæknir: 1 stöðugildi
 Geislafræðingar: 3 stöðugildi (70% starfshlutfall)
 Lífefnafræðingar: 3 stöðugildi
 Ljósmæður: 3 stöðugildi
 Hjúkrunarfræðingar -skurðhjúkrun: 4 stöðugildi
 Hjúkrunarfræðingar – svæfing: 2 stöðugildi
 Hjúkrunarfræðingar – heimahjúkrun, heilsugæsla, sjúkradeildir: 14 stöðugildi
 Hjúkrunarfræðingar – heilsugæsla/heimahjúkrun/stoðdeildir: 20 stöðugildi
 Hjúkrunarfræðingar – hjúkrunarheimili: 4 stöðugildi
 Sjúkraliðar – hjúkrunarheimili : 12 stöðugildi

Sálfræðingar: 3 stöðugildi
 Sjúkraþjálfarar: 3 stöðugildi
 Alls 79 stöðugildi
Þessi skortur hefur áhrif á getu HVEST til að veita örugga og stöðuga heilbrigðisþjónustu á
svæðinu, sem leiðir til skerts aðgengis íbúa að nauðsynlegri þjónustu. Ívilnanir til námsmanna
í viðeigandi greinum geta dregið úr þessum vanda og laðað að menntað starfsfólk til svæðisins.“

Auglýsing

Nýtt á BB

Auglýsing

Fleiri fréttir