Miðvikudagur 14. maí 2025

Vestri körfuknattleiksdeild endurnýjan samning við Arnarlax

Arnarlax hefur endurnýjað samning sinn við Körfuknattleiksdeild Vestra til þriggja ára.  Arnarlax hefur verið einn af  lykil styrktaraðilum Körfuknattleiksdeildar Vestra undanfarin ár. Það er því gleðilegt að samstarfið mun halda áfram til næstu ára.

Körfuknattleiksdeild Vestra stefnir á að tefla fram meistaraflokki kvenna á næsta keppnistímabili og verður það rökrétt framhald af því góða starfi sem hefur verið í yngri flokka starfi félagsins.  Samningar eins og þessi eru gríðarlega mikilvægir svo að íþróttastarf eins og þetta sé mögulegt. Meistaraflokkur félagsins verður skipaður þeim leikmönnum sem eru í dag í elsta stúlknaflokki félagsins og þar með næst sú samfella sem er stefna félagsins. Þetta er sambærilegt við hvernig starf meistaraflokks karla er starfrækt í dag. 

Arnarlax er eitt af stærstu laxeldisfyrirtækjum landsins og er með sínar höfuðstöðvar og aðalstarfssemi á Vestfjörðum.  Fyrirtækið hefur lagt áherslu á að styðja við barna- og unglingastarf félagasamtaka á svæðinu.  Með þessum langtíma samningi við Körfuknattleiksdeild Vestra er félagið áfram að styðja við mikilvægt félagsstarf á starfssvæði sínu með áherslu á eflingu barna- og unglinga sem svo styrkir samfélagið í heild.

Auglýsing

Nýtt á BB

Auglýsing

Fleiri fréttir