Mánudagur 12. maí 2025

Leikfélag Hólmavíkur fær viðurkenningu

Þjóðleikhúsið hefur greint frá því að sýning Leikfélags Hólmavíkur á 39 þrepum hafi verið valin áhugaverðasta áhugaleiksýning ársins. Þetta er í þrítugasta og þriðja sinn sem Þjóðleikhúsið stendur fyrir vali á áhugaleiksýningu ársins. Að þessu sinni sóttu alls tólf leikfélög um að koma til greina við valið með þrettán sýningar.

Leikstjóri er Eyvindur Karlsson.

Í umsögn dómnefndar segir:

„Það er samdóma álit dómnefndar að sýning Leikfélags Hólmavíkur á 39 þrep íleikstjórn Eyvindar Karlssonar skuli verða fyrir valinu sem athyglisverðasta áhugaleiksýning leikársins 2024-2025. Sýningin er unnin af miklum metnaði og gríðarlegaskapandi hugsun Umgjörð sýningarinnar er einföld en áhrifarík og unun að fylgjst með skemmtilegum og skapandi lausnum þar sem leikhúslistin er knúin til hins ítrasta. Ljós og hljóð eru vel unnin, af hugviti og kímni. Leikgervi og búningar eru til fyrirmyndar og vel leyst úr persónufjöld og hraðaskiptingum. Leikhópurinn er smár en mjög sterkur og skemmtilegur og samband þeirra við áhorfendur feikigott. Leikkonurnar vinna vel með mikinnfjölda hlutverka og gera hverri og einni persónu skýr oggóð skil. Leik- og sköpunargleði ráða ríkjum frá upphafi til enda og úr verður heildstæð og kraftmikil sýning.“

Formaður dómnefndar var Vala Fannell, en með henni í dómnefnd sátu Elín Smáradóttir sýningarstjóri og Oddur Júlíusson leikari.

Leikfélaginu er boðið að koma og sýna 39 Þrep í Þjóðleikhússins í lok maí.

Auglýsing

Nýtt á BB

Auglýsing

Fleiri fréttir