100 ára afmæli Safnahússins við Eyrartún
2. maí – 17. júní 2025
Í tilefni 100 ára afmælis Safnahússins við Eyrartún bjóðum við öllum börnum og ungmennum, 18 ára og yngri, að taka þátt í Myndalottói! (Athugið: Fullorðnir mega einnig endilega skila inn verkum en verða utan við lottóútdráttinn.)
Hvernig tek ég þátt?
✏️ Sendu inn tvívíða mynd – teikningu, málverk eða stafræna mynd – sem túlkar Safnahúsið á einhvern hátt.
Hámarksstærð: A4.
Myndin þarf að vera vel merkt með nafni og fæðingarári þátttakanda.
📅 Innsendingarfrestur: til og með 1. júní 2025.
Skil á verkum:
Myndunum skal skila í umslagi merkt Myndalottó ásamt nafni þátttakanda, annað hvort í kassa í anddyri Safnahússins eða inn um póstlúgu hússins.
Aðstaða í safninu:
🎨 Í Safnahúsinu verður hægt að fá blöð og liti fyrir þá sem vilja vinna myndina sína á staðnum allan maímánuð. Aðstaða verður inn af sýningarsal safnsins á annarri hæð, við salernið.
Hvað gerist næst?
Öll þátttökuverk verða sýnd á gangi Safnahússins á afmælisdeginum, 17. júní 2025.
🎈 Þennan dag verður einnig fjölbreytt hátíðardagskrá í húsinu, með sýningaropnunum og viðburðum.
Verðlaun og viðurkenningar:
🏆 Fimm verðlaunaverk verða valin – eitt úr hverjum aldurshópi.
Útdráttur ræður hvaða verk vinna – þannig hefur hver þátttakandi jafna möguleika!
Allir þátttakendur fá þátttökuverðlaun sem afhent verða við sýningaropnunina 17. júní 2025.
