Mánudagur 19. maí 2025

Svekjandi tap hjá Vestrastelpum

Vestri fékk Dalvík/Reynir í heimsókn á laugardaginn og lauk leiknum með 2-3 tapi.

Vestri náði forustu strax á 6 mínútu með marki frá Alyssa Yana Daily Hafdís Nína Elmarsdóttir jafnaði fyrir gestina með marki á 38 mínútu.

Alyssa var aftur á skotskónum á 48 mínútu og kom Vestra í 2-1.

Arna Kristinsdóttir jafnaði leikinn fyrir Dalvík/Reyni á 61 mínútu og Emilía Eir Pálsdóttir bætti svo við þriðja marki þeirra sjö mínútum seinna og reyndist það loka markið.

Vestri er eftir leikinn í sjöunda sæti og mætir næst ÍH á útivelli á laugardaginn.

Staðan í deildinni

Auglýsing
Auglýsing

Fleiri fréttir

Auglýsing

Fleiri fréttir