Þriðjudagur 20. maí 2025

Súðavíkurgöng: engar rannsóknarholur boraðar

Í svörum Vegagerðarinnar við fyrirspurn Bæjarins besta kemur fram að undirbúingur að Súðavíkurgöngum sé í gangi en ekki er reiknað með að það verði boraðar rannsóknarholur í ár.

Á föstudaginn auglýsti Vegagerðin eftir tilboðum í borun á þremur rannsóknarholur fyrir Fljótagöng við Siglufjörð. Fyrirhugað er að bora eina holu í Fljótum og tvær í Hólsdal í Siglufirði.

Verkinu skal lokið eigi síðar en 1. október 2025.

Í röðun Vegagerðarinnar að næstu 10 jarðgöngum eru þrenn göng tekin fram fyrir, Fjarðaheiðagöng við Seyðisfjörð, Fljótagöng og ný Hvalfjarðargöng.

Á eftir þeim komi svo ný göng milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur (Múlagöng) og þá loks Súðavíkurgöng.

Vegagerðin leggur til að undirbúningur að þeim hefjist 2032, eða eftir sjö ár og að framkvæmdir hefjist 2036 og verði lokið þremur árum síðar eða eftir 14 ár.

Auglýsing
Auglýsing

Nýtt á BB

Auglýsing
Auglýsing

Fleiri fréttir