Það lítur svo sannarlega vel út með veðrið næstu daga. Samkvæmt spá Veðurstofunnar verður mjög gott veður um helgina og hægt að segja að það verði blíðviðri um allt land.
Hlýindi, birta og lítill vindur.
Samkvæmt vef verðurstofunnar er mesta hitanum er spáð á Austurlandi, 20 stigum síðdegis á laugardag en sólríkt og bjart um allt land. Meðal annars 16 stigum á höfuðborgarsvæðinu og 18 stigum á Borgarfjarðarsvæðinu. Á Vestfjörðum má búast við 14-16 stiga hita.
Á fimmtudag:
Suðlæg átt, víða 3-8 m/s, léttskýjað og hiti 16 til 22 stig, en suðaustan 8-13, dálítil væta öðru hvoru og hiti 10 til 16 stig vestantil.
Á föstudag:
Hæg suðlæg eða breytileg átt, en að 8 m/s suðvestanlands. Yfirleitt bjart, en sums staðar þokuloft við ströndina. Hiti 8 til 20 stig, hlýjast fyrir norðan.
Á laugardag, sunnudag og mánudag:
Hægir breytilegir vindar, bjartviðri og hlýtt, en sums staðar þoka og heldur svalara við sjávarsíðuna.