Mánudagur 5. maí 2025

Sniglarnir – Bifhjólasamtök lýðveldisins söfn­uðu fyrir vega­gerð

Söfnunarátak Sniglanna bar yfirheitið „Veginn heilan heim“ og fór af stað í samstarfi við Endurvinnsluna í desember í fyrra.

Tilgangurinn var að greiða niður 150 milljarða króna viðhaldsskuld á samgöngukerfinu.

Meginmarkmið átaksins var að vekja athygli á bágri stöðu á viðhaldi vega og þörf fyrir meira fé til framkvæmda.

Þann 1. maí var komið að því að afhenda afrakstur söfnunarinnar. Stjórn Snigla ásamt fríðum hópi mótorhjólafólks mætti fyrir framan Alþingi til að afhenda Arndísi Ósk Ólafsdóttur Arnalds, framkvæmdastjóra mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar, ágóða söfnunarinnar.

Svo vel vildi til að Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, var á gangi um Austurvöll og slóst í hópinn enda málið honum sannarlega skylt. Gott samtal varð milli þessara aðila sem sammæltust um að berjast áfram fyrir bættum samgöngum.

Söfnunin gekk framar vonum en í heild söfnuðust 400 þúsund krónur sem samsvarar því að leggja 10 metra af malbiki, eða 50 metra af klæðingu. Það munar sannarlega um minna.

Auglýsing
Auglýsing

Nýtt á BB

Auglýsing
Auglýsing

Fleiri fréttir