Keppnistímabilinu í skotíþróttum er nýlokið. Uppskera Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar var býsna góð eða þrír Íslandsmeistaratitlar
Lið Skotís í keppnisgreininni 50 skotum liggjandi varð Íslandmeistari. Liðið skipuðu Guðmundur Valdimarsson, Valur Richter og Lefur Bremnes.
Íslandsmeistari í þrístöðu karla varð Leifur Bremnes og Valur Richter varð Íslandsmeistari í loftriffli.
Auk þess unnu félagar í Skotís verðlaunasæti í öllum skotkeppnum sem þeir tóku þátt í.

Skotís loftriffill, frá vinstri Karen Rós Valsdóttir 2 sæti unglingaflokki, Valur Richter íslandsmeistari í loftriffli, 1 sæti í sínum flokki, 2 sæti í liðakeppni, Ingvar Bremnes 2 sæti liðakeppni, Leifur Bremnes 2 sæti í sínum flokki, 2 sæti liðakeppni.